Sport

Aníta kemur til greina sem vonarstjarna Evrópu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aníta Hinriksdóttir var sigursæl á árinu.
Aníta Hinriksdóttir var sigursæl á árinu. Nordicphotos/Getty
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR er ein tólf íþróttakvenna sem kemur til greina sem vonarstjarna ársins í Evrópu.

Frjálsíþróttasamband Evrópu stendur fyrir kosningunni á heimasíðu sinni en kosningin hefst á laugardaginn. Kosningin fer fram hér.

Aníta er ein þriggja íþróttakvenna af Norðurlöndunum en sænsku frjálsíþróttastelpurnar Sofi Flinck og Irene Ekelund koma einnig til greina.

Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi bæði í flokki 17 ára og yngri og Evrópumeistari í flokki 19 ára og yngri í sumar.

Þær eru tilnefndar:

Aníta Hinriksdóttir, Íslandi (800 metra hlaup)

Emel Dereli, Tyrklandi (kúluvarp)

Irene Ekelund, Svíþjóð (spretthlaup)

Sofi Flinck, Svíþjóð (spjótkast)

Réka Guyrátz, Ungverjalandi (sleggjukast)

Florentina Marincu, Rúmenía (langstökk og þrístökk)

Malaika Mlhambo, Þýskalandi (langstökk)

Dafne Schippers, Hollandi (Spretthlaup)

Amela Terzic, Serbíu (1500 metra hlaup)

Alessia Trost, Ítalía (hástökk)

Noemi Zbaren, Sviss (100 metra grindahlaup)

Angelina Zhuk-Krasnova, Rússlandi (stangarstökk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×