Sport

Sænskur hlaupari missti máttinn | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Skjáskot
Fredrik Uhrbom átti aðeins 250 metra eftir af 10 þúsund metrum á árlegu frjálsíþróttamóti í Stokkhólmi um helgina. Þá fóru hlutirnir að reynast honum erfiðir.

Uhrbom átti upphaflega ekki að hlaupa en hljóp í skarðið þegar landi hans forfallaðist. Mótið er árleg keppni á milli finnskra og sænskra frjálsíþróttamanna og hefur verið haldin allt frá árinu 1925.

Í myndbandi, sem sjá má hér, sést barátta Uhrbom á lokametrunum. Honum tókst ekki að ljúka keppni og kastaði upp áður en yfir lauk. Hann var þó fljótur að jafna sig og sló á létta strengi í viðtölum í sænskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×