Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Cristiano Ronaldo-hreyfingin hans Emils Atla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Magnússon fór yfir leik KR og Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta í Pepsi-mörkunum í gær ásamt þeim Hjörvari Hafliðsyni og Tómasi Inga Tómassyni. KR-ingar unnu þarna sinn fimmta leik í röð í deildinni og náðu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Ýmisleg áhugaverð atriði komu upp í leiknum sem sérfræðingarnir í Pepsi-mörkunum fóru yfir en KR vann leikinn 3-1 með mörkum Gary Martin, Baldurs Sigurðssonar og Emils Atlasonar.

„Hann tekur hann á hælinn og eiginlega svínar þrjá í einni snertingu" sagði Tómas Ingi meðal annars um tilþrif Emils í aðdraganda þriðja marksins. Emil tók þá frábæra hreyfingu sem menn sáu fyrst hjá hinum frábæra Cristiano Ronaldo fyrir tíu árum síðan.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Uppgjörið úr Pepsi-mörkunum

Leik í 10. umferð Pepsi-deildar karla lauk loks í gærkvöldi með Reykjavíkurslag og grannaslag Blika og Stjörnunnar.

Pepsi-mörkin: Dansinn hjá Óla Kristjáns

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, fagnaði langþráðum sigri í Pepsi-deildinni í gærkvöldi þegar Blikar unnu 2-1 sigur á Stjörnunni á Kópavogsvellinum en þetta var fyrsti deildarsigur Breiðabliksliðsins í ágústmánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×