Óttalausir ökumenn 18. ágúst 2013 11:30 Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent
Martelli bræðurnir Matt og Joshua er fyrir löngu orðnir þekktir fyrir ökuhæfni sína í „Gymkhana“ bílaseríunum. Hér sést til þeirra aka breyttum Polaris RZR XP1000 bíl sem hannaður er til aksturs við erfiðar og ósléttar aðstæður. Venjulegur slíkur bíll er vopnaður tveggja strokka 107 hestafl vélsléðavél, en þessi bíll sem þeir sjást aka hér er 190 hestöfl og þar sem bíllinn er aðeins 626 kíló er hann ansi sprækur. Í myndskeiðinu aka þeir um yfrigefna járnnámu austur af Palm Springs í Kaliforníu. Þar má finna ófáar hætturnar, stökkbrettin, djúpar holurnar og snarbrattar hlíðar. Ekki er víst að margir gætu leikið eftir akstur þeirra við þessar aðstæðurnar og víst er að þeir eru ekki lífhræddir, þó svo veltigrind bílsins veiti eitthvert öryggi. Polaris ökutækið er fjórhjóladrifið, en ef ekki er þörf á gripi á framhjólunum tekur hann aðeins á afturdekkjunum, bara til að auka gamanið og láta hann skrika meira gegnum beygjurnar. Sjón er sögu ríkari hér sem fyrr.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent