McLaren í samstarf með Honda við smíði fólksbíla Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2013 09:15 Forstjórar McLaren og Honda handsala samninginn um samstarf í Formúlunni Ekki er langt um liðið frá því tilkynnt var um samstarf McLaren og Honda í Formúlu 1 og ætlar Honda að tefla fram liði þar árið 2015. Nú hefur þetta samstarf tekið á sig nýja mynd þar sem fyrirtækin tvö ætla líka að eiga í samstarfi við smíði fólksbíla fyrir almenning. Langt mun þó vera í að fyrirtækin setji samstarfsbíl á markað. Fólksbíladeild Mclaren er nú þegar að vinna að smíði bíls sem hefur vinnuheitið P13 sem á að keppa við Porsche 911 sportbílinn. Það er því nóg að gera hjá McLaren í öðru en að smíða Formúlu 1 bíla. Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent
Ekki er langt um liðið frá því tilkynnt var um samstarf McLaren og Honda í Formúlu 1 og ætlar Honda að tefla fram liði þar árið 2015. Nú hefur þetta samstarf tekið á sig nýja mynd þar sem fyrirtækin tvö ætla líka að eiga í samstarfi við smíði fólksbíla fyrir almenning. Langt mun þó vera í að fyrirtækin setji samstarfsbíl á markað. Fólksbíladeild Mclaren er nú þegar að vinna að smíði bíls sem hefur vinnuheitið P13 sem á að keppa við Porsche 911 sportbílinn. Það er því nóg að gera hjá McLaren í öðru en að smíða Formúlu 1 bíla.
Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent