Sport

Tekið á móti landsliðinu í glæsilegum sendiherrabústað í Berlín

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum.
Íslenska landsliðið í hestaíþróttum. MYND/Rut Sigurðardóttir
Í gær var haldin móttaka fyrir íslenska landsliðið í hestaíþróttum í sendiherrabústaðnum í Berlín. Tilefnið var Heimsmeistaramót íslenska hestsins. Sérstakir gestir voru Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff.

Sendiherra Íslands í Þýskalandi er Gunnar Snorri Gunnarsson og tók hann á móti gestunum ásamt Helgu Lárusdóttur, sem starfar í sendiráðinu í Berlín.

Mótið hefst í dag. Reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótið og hafa um tvö þúsund Íslendingar pantað sér miða.

Útsending frá opnunarhátíð mótsins verður í beinni á Vísi og verður mótið allt sýnt á Stöð 2 Sport.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, skrifar í gestabók íslenska sendiráðsins í Berlín. Á myndinni eru einnig Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, og Helga Lárusdóttir, starfsmaður í sendiráðinu.Rut Sigurðardóttir
.

Gunnar Snorri og Auður Edda Jökulsdóttir, sendiráðunautur, ásamt forseta ÍslandsRut Sigurðardóttir
.

Ólafur Ragnar, forseti, og Samúel Örn Erlingsson, íþróttafréttamaður, ásamt þeim Sigurði Ævarssyni og Oddi Hafsteinssyni hjá Landssambandi Hestamannafélaga
.

Dorrit Moussaieff með tveimur ungum knöpum. Þeir heita Gústaf Ásgeir Hinriksson og Konráð Valur Sveinsson.
.

Móttakan fór fram í glæsilegum sendiherrabústað Íslands í Berlín.Rut Sigurðardóttir
.

Sigurbjörn Bárðason og vinkonur
.

Bergþór Eggertsson er núverandi heimsmeistari.
.

Hinar efnilegu Birgitta Bjarnadóttir og Arna Ýr Guðnadóttir.
.

..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×