Anna ekki eftispurn í Ford Fiesta ST Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2013 15:00 Ford Fiesta ST er að slá í gegn Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Snemma á þessu ári setti Ford á markað sportútgáfu hins vinsæla Fiesta bíls. Honum hefur verið mjög vel tekið í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi. Þar hafði Ford áætlað að selja um 5.000 slíka bíla í ár, en á fyrstu 5 mánuðunum sem hann hefur verið á markaði hafa selst 3.000 bílar svo fyrirtækið þarf að spýta í lófana og auka við framleiðslu bílsins. Bretar hafa keypt 56% allrar sölunnar í Evrópu, en í Bandaríkjunum er meiningin að selja um 10.000 Ford Fiesta ST í ár. Athygli vekur einnig að kaupendur bílsins eru ekki hræddir við liti því 45% þeirra hafa verið gulir eða bláir. Ford Fiesta ST er með 1,6 lítra EcoBoost bensínvél sem skilar 197 hestöflum og er hann aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið. Hægt er að fá bílinn bæði þriggja og fimm dyra.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent