Mercedes Benz selur vel Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2013 11:13 Mercedes Benz A-Class Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Mercedes Benz byrjar seinni hluta ársins á blússandi siglingu, með metmánuði. Alls seldi þýski lúxusbílaframleiðandinn 811.227 bifreiðar á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 8,1% söluaukning miðað við sama tímabil í fyrra. Júlí var einnig metmánuður hjá Mercedes Benz en fyrirtækið seldi alls 116.790 bifreiðar í mánuðinum. Hinir nýju E-Class og CLA hafa komið mjög sterkir til leiks hjá Mercedes-Benz á fyrri hluta ársins 2013 og auk þess hefur sala á A-Class og B-Class verið mjög góð sem skýrir að miklu leyti söluaukninguna hjá fyrirtækiinu. Mesta söluaukningin er í Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi samkvæmt tilkynningu frá Mercedes Benz. Á Íslandi er aukning sölu á Mercedes Benz fólksbifreiðum 38,2% á fyrstu sex mánuðum ársins, en skráðar hafa verið 105 Mercedes Benz bifreiðar hér á landi á þessu ári.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent