Sport

Guðmundur og Fura með fyrsta gull Íslands

Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Fura frá Hellu.
Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Fura frá Hellu. Mynd/Hestafréttir.is
Guðmundur Friðrik Björgvinsson og Fura frá Hellu lönduðu fyrstu gullverðlaunum Íslands á HM íslenska hestsins þegar þau unnu sex vetra flokkinn í kynbótasýningum á merum.

Fura frá Hellu fékk 8,53 í aðaleinkunn en hún fékk 8,56 í einkunn fyrir kosti og 8,48 í einkunn fyrir sköpulag. Fura fékk meðal annars 9,00 í einkunn fyrir hægt tölt og 8,0 í einkunn fyrir hægt stökk.

Næst Furu varð Embla frá Kronshof en knapinn var Þjóðverjinn Frauke Schenzel (8,20) og þriðja sætið hrepptu Daninn Julie Louise Christiansen og Vigdis frá Gultentorp (8,10).

Þórður Þorgeirsson og Maja II frá Fitjamýri urðu í 4. sæti (8,07) og Erlingur Erlingsson og Hrafnkatla frá Værås (7,97) urðu í fimmta sæti. Erlingur varð síðan einnig í sjöunda sæti á Tillit frá Langeren.

Það er hægt að sjá öll úrslitin inn á Hestafréttum.is eða með því að smella hér.

Það er líka hægt að sjá myndband með Guðmund Friðrik Björgvinsson og Furu frá Hellu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×