Íslenski boltinn

Ólafur Páll: Við skiljum þetta einvígi eftir galopið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Anton
„Við lögðum upp með það að spila sterkan varnarleik og það gekk að mestu leyti allt saman upp,“ sagði Ólafur Páll Snorrason eftir tapið gegn Austria Vín í samtalið við Vísi rétt eftir leikinn.

Austria Vín vann leikinn í kvöld 1-0 og fara með eina marks forskot út í síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli á miðvikudaginn eftir viku klukkan 16:00.

„Fyrirfram hefðum við líklega tekið því að tapa með einu markið og því erum við bara svona þokkalega sáttir með úrslitin.“

Atli Guðnason, leikmaður FH, fékk frábært færi rétt á fjórðu mínútu leiksins en markvörður Austria Vín varði skot hans vel.

„Ef við hefðum náð inn markið í byrjun leiksins þá hefði það haft mikil áhrif á spilamennsku Austria Vín og leikurinn hefði orðið mun opnari.“

„Við skiljum þennan leik eftir þannig að við eigum góða möguleika á heimavelli. Það er einhver styrkleikamunur á þessum liðum og rosalega umgjörð í kringum þetta Austria Vín lið, en það er samt sem áður allt hægt í fótbolta og við mætum klárir í Krikann.“

„Tímabilið er rétt hafið hjá Austria Vín og það er eitthvað sem við verðum að nýta okkur. Við erum komnir af stað fyrir löngu það gæti hjálpað okkur í síðari leiknum. Við þurfum bara fullan Kaplakrika, góðan stuðning og þá er allt hægt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×