Sport

Froome vann Tour De France

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Chris Froome
Chris Froome Mynd/Gettyimages
Chris Froome tryggði sér í dag sigur í Tour De France hjólreiðakeppninni og varð með því aðeins annar Bretinn í sögunni til að vinna þessa frægu hjólreiðakeppni. Hann gerði einu betur en í fyrra þegar hann endaði í öðru sæti.

Keppnin sem lauk í kvöld var 100. Tour De France keppnin, 110 árum frá fyrstu keppninni sem haldin var árið 1903.

Hann fylgir í spor félaga síns, Bradley Wiggins sem varð fyrstur Breta til að sigra keppnina í fyrra og hafa Bretar því unnið keppnina tvö ár í röð. Froome sigraði þrjá leggi keppninnar og fór með öruggt forskot inn í lokakaflann. Samkvæmt hefð var forystu hans ekki ógnað á lokametrunum frá Versölum og inn í París.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×