Tónlist

„Þetta verður mjög næs stemmari“

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Tónlistamaðurinn Sindri Már Sigfússon, eða Sin Fang, mun stíga á stokk í Fríkirkjunni á morgun ásamt hljómsveitinni Amiinu.

Lítið hefur farið fyrir böndunum hér á landi undanfarið og ljóst er að mikil eftirvænting er eftir tónleikunum.

Báðar hljómsveitir hafa sent frá sér nýtt efni á árinu og hafa verið iðnar við tónleikahald erlendis.

Sindri segir í samtali við fréttastofu að von sé á ljúfri kvöldstund. Sjálfur hlakki hann mikið til tónleikanna, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem hann spilar í Fríkirkjunni.

"Þetta verður mjög næs stemmari," segir Sindri.

Hér fyrir neðan má sjá tvö nýútgefin lög frá Sin Fang og Amiinu, What's Wrong With Your Eyes og Perth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.