Porsche efst í ánægjukönnun J.D. Power 9. sinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 25. júlí 2013 11:00 Eina ferðina enn eru eigendur ánægðastir með Porsche Á hverju ári mælir J.D. Power ánægju eigenda nýrra bíla sem þeir hafa átt í þrjá mánuði og eru 83.000 þeirra spurðir 77 mismunandi spurninga varðandi ánægju sína eða óænægju með allt er varðar bílinn. Spurt var frá febrúar til maí í ár. Eina ferðina enn trónir Porsche á toppnum sem það merki sem eigendur eru ánægðastir með. Næstu merki á eftir eru Audi, BMW, Land Rover, Lexus og Mercedes-Benz jöfn, Cadillac, Jaguar, Lincoln og Infiniti. Á botni listans eru bílaframleiðandinn Smart og þar fyrir ofan Mitsubishi, Subaru, Jeep og Toyota. Þau fyrirtæki sem féllu mest á listanum milli ára voru Chrysler sem féll um 8 sæti, Toyota um 7, Ford um 6 og Jaguar, Mini og Dodge féllu um 5 sæti. Í könnuninni er einnig hægt að taka út einstaka bílgerðir og þar trónir hin nýja gerð Range Rover jeppans. Hann fékk 898 stig af 1.000 mögulegum, en meðaltal allra bíla var 795 stig og hafði hækkað frá 788 í fyrra. Audi, Land Rover, Ram, Buick og Honda hækkuðu öll um 2 sæti á milli ára og Lexus, Cadillac, Lincoln og Nissan hækkuðu um eitt.Volkswagen grúppan í heild leiddi aðra bílaframleiðendur með 5 bílgerðir sem skoruðu hæst í sínum flokki. Voru það bílarnir Audi Allroad, Porsche Boxster, Porsche Cayenne, Volkswagen GTI og Volkswagen Passat. Aðrar bílgerðir sem unnu sína flokka voru Ford F-250/F-350 Super Duty, Ford Mustang, Nissan Armada og Murano, BMW 5, Buick Encore, Dodge Charger, Fiat 500, Honda Odyssey, Kia Soul, Land Rover Range Rover, Lexus LS, Lincoln MKZ, Mazda CX-5 og Mercedes-Benz S-Class. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent
Á hverju ári mælir J.D. Power ánægju eigenda nýrra bíla sem þeir hafa átt í þrjá mánuði og eru 83.000 þeirra spurðir 77 mismunandi spurninga varðandi ánægju sína eða óænægju með allt er varðar bílinn. Spurt var frá febrúar til maí í ár. Eina ferðina enn trónir Porsche á toppnum sem það merki sem eigendur eru ánægðastir með. Næstu merki á eftir eru Audi, BMW, Land Rover, Lexus og Mercedes-Benz jöfn, Cadillac, Jaguar, Lincoln og Infiniti. Á botni listans eru bílaframleiðandinn Smart og þar fyrir ofan Mitsubishi, Subaru, Jeep og Toyota. Þau fyrirtæki sem féllu mest á listanum milli ára voru Chrysler sem féll um 8 sæti, Toyota um 7, Ford um 6 og Jaguar, Mini og Dodge féllu um 5 sæti. Í könnuninni er einnig hægt að taka út einstaka bílgerðir og þar trónir hin nýja gerð Range Rover jeppans. Hann fékk 898 stig af 1.000 mögulegum, en meðaltal allra bíla var 795 stig og hafði hækkað frá 788 í fyrra. Audi, Land Rover, Ram, Buick og Honda hækkuðu öll um 2 sæti á milli ára og Lexus, Cadillac, Lincoln og Nissan hækkuðu um eitt.Volkswagen grúppan í heild leiddi aðra bílaframleiðendur með 5 bílgerðir sem skoruðu hæst í sínum flokki. Voru það bílarnir Audi Allroad, Porsche Boxster, Porsche Cayenne, Volkswagen GTI og Volkswagen Passat. Aðrar bílgerðir sem unnu sína flokka voru Ford F-250/F-350 Super Duty, Ford Mustang, Nissan Armada og Murano, BMW 5, Buick Encore, Dodge Charger, Fiat 500, Honda Odyssey, Kia Soul, Land Rover Range Rover, Lexus LS, Lincoln MKZ, Mazda CX-5 og Mercedes-Benz S-Class.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent