GM minnkar tapið í Evrópu um 3/4 Finnur Thorlacius skrifar 26. júlí 2013 08:45 Opel Mokka selst best allra Opel bíla Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Á öðrum ársfjórðungi síðasta árs tapaði General Motors 48 milljörðum króna á sölu bíla sinna í Evrópu. Nú hefur tekist að minnka það tap niður í 13 milljarða króna. GM gengur hinsvegar ágætlega ef horft er til sölu í öllum heiminum sem drifin er áfram af góðri sölu í Kína og Bandaríkjunum og hefur fyrirtækið hagnast 14 ársfjórðunga í röð, allt frá því er komist var hjá gjaldþroti árið 2009 og hefur hagnaðurinn numið 2.300 milljörðum króna á þessum 14 ársfjórðungum. Enn er þó talsvert tap á rekstrinum í Evrópu og þegar fyrri helmingur ársins er tekinn saman er hann 34,5 milljarðar króna, en var 83,2 milljarðar í fyrra. Opel bílarnir Mokka, Adam og Cascada hafa selst vel það sem af er ári og á sala þeirra stóran þátt í þessu minnkandi tapi og gengi Vauxhall, sem selur sömu bíla undir öðru nafni hefur einnig gengið vel. Opel viðhélt sinni 6,8% markaðshlutdeild í Evrópu á fyrri helmingi ársins. Ford tilkynnti einnig um minnkandi tap í Evrópu, en tapið á öðrum ársfjórðungi var nú 42 milljarðar króna en var 49 milljarðar í fyrra.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent