1.208 Porsche 911 bílar Finnur Thorlacius skrifar 29. júlí 2013 10:15 Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Á ýmsan hátt er haldið uppá 50 ára afmæli Porsche 911 bílsins í ár. Í þessu tilviki hefur líklega verið slegið heimsmet í fjölda 911 bíla samankomna á einum stað. Staðurinn er Silverstone kappakstursbrautin í Englandi og það voru hvorki meira né minna en 1.208 eigendur sportbílsins goðsagnarkennda sem mættu með bíla sína, bílgerðinni til heiðurs. Þessi fjöldi hefur vafalaust farið langt með að fylla Silverstone brautina. Frá því Porsche 911 var kynntur til leiks árið 1963 hafa 820.000 slíkir bílar verið framleiddir og stærstur hluti þeirra enn ökuhæfir. Þó að 1.208 Porsche 911 bílar verðir að teljast mikið, þá er það aðeins 0,15% af framleiðslunni frá upphafi. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá bílana aka um Silverstone brautina og er það eðlilega fögur sjón fyrir aðdáendur Porsche 911 bíla.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent