Tesla á Nasdaq Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 15:15 Tesla Model S Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Wall Street Journal greinir frá því að rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla sé á leið á Nasdaq listann í kauphöllinni í New York. Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle er á leið útaf listanum og við sæti þess tekur Tesla. Tesla er orðið verðmeira félag en margur annar bílaframleiðandinn eftir að hlutabréf í fyrirtækinu hafa tekið risastökk árinu og vaxið um meira en 200% og er nú verðmetið á 14,4 milljarða dollara. Kaup almennings í félaginu er engu að síður mjög áhættusöm þar sem verðmatið á fyrirtækinu nú endurspegla þær væntingar sem gerðar eru til þess á næstu árum. Verðmat hlutabréfanna er mörg hundruð sinnum sá hagnaður sem Tesla birti, í fyrsta sinn réttu megin við núllið, í síðasta uppgjöri þess. Minnir hlutabréfaverð þess á hugbúnaðarbóluna sem grasseraði fyrir nokkrum árum og margir fóru flatt á. Þó voru fæstir þeir sviknir sem fjárfestu í bréfum Microsoft og Apple.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent