Sport

Helsti keppinautur Anítu ekki með

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Bandaríski hlauparinn Mary Cain er ekki á meðal þátttakenda á heimsmeistaramóti 17 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Donetsk í Úkraínu.

Cain, sem setti nýtt bandarískt met í 800 metra hlaupi stúlkna 17 ára og yngri fyrr í sumar, einbeitir sér að heimsmeistaramóti fullorðinna sem fram fer í Moskvu í ágúst. Cain hljóp á tímanum 1:59,51 mínútu þann 1. júní síðastliðinn en Íslandsmet Anítu Hinriksdóttur er 2:00,49 mínútur.

Aníta hljóp hraðast allra í undankeppninnni í gær þrátt fyrir að vera töluvert frá sínu besta. Ljóst er að hún hefur sparað sig, líkt og fleiri keppendur, enda undanúrslit framundan í dag klukkan 12.50 og svo úrslitin á sunnudag.

Möguleikar Anítu á heimsmeistaratitli verða að teljast góðir og nefna erlendir miðlar hana til sögunnar sem einn átta keppenda sem vert sé að fylgjast með í Donetsk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×