45% söluaukning hjá Benz á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:21 Mercedes Benz A-Class, bíll ársins á Íslandi Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Bílasala á fyrri hluta ársins 2013 hefur verið með ágætum hvað Mercedes Benz bíla varðar. Alls hafa verið skráðir um 5.000 nýjar fólksbifreiðar á árinu, sem er um 1% minna en í fyrra. Á árinu 2012 voru skráðar um 8.000 nýjar bifreiðar en fyrstu mánuðir ársins fela í sér umtalsverða sölu til bílaleiga. ,,Við erum afar ánægð með söluna hjá Mercedes-Benz. Við höfum selt um 100 Mercedes Benz fólksbifreiðar það sem af er ári, sem er um 45% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Þetta eru auðvitað mjög ánægjulegar fréttir, en vissulega viljum við sjá enn meiri sölu á komandi mánuðum“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju, sem er umboðsaðili fyrir þýska lúxusbílamerkið á Íslandi. Hann segir sölu atvinnubíla Mercedes-Benz einnig hafa gengið mjög vel. ,,Viðskiptavinir eru að sækja í sparneytna bíla, sem bjóða upp á mikið öryggi. Mercedes-Benz hefur náð mjög langt í að minnka útblástur og þar með lækka eldsneytiseyðslu. Sem dæmi má nefna M-Class, sem hefur verið mjög vinsæll. Þetta er jeppi í fullri stærð sem hefur lækkað í eyðslu um 25-30% á milli kynslóða og er að eyða á milli 7 og 8 lítrum í blönduðum akstri, og enn minna ef ekið er sparlega,“ segir Jón Trausti. ,,A-Class, sem valinn var Bíll ársins 2013 af íslenskum bílablaðamönnum, hefur verið vinsæll sem og B-Class og sportjeppinn GLK. Framundan eru spennandi tímar hjá Mercedes-Benz því við erum að fá nýja kynslóð E-Class og glænýjan bíl CLA-Class sem munu án efa vekja mikla athygli. Við höfum nú þegar selt fyrstu bílana af CLA. Svo kemur hinn magnaði S-Class á markað í vetur,“ segir Jón Trausti. Mercedes Benz setti enn eitt sölumetið á heimsvísu og seldi fleiri bíla á fyrri helmingi ársins 2013 en áður á sex mánaða tímabili í 127 ára sögu fyrirtækisins. Alls seldi Mercedes-Benz 694.433 bíla um heim allan á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 6,4% aukning frá sama tímabili í fyrra. Mesta söluaukningin var í Evrópu og Bandaríkjunum. Júní var einnig mjög sterkur hjá þýska lúxusbílaframleiðandanum á heimsvísu en þá seldust alls 131.609 Mercedes Benz bílar í mánuðinum.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent