Flottasta bónorðið Finnur Thorlacius skrifar 12. júlí 2013 10:45 Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent
Henni brá ekkert lítið tilvonandi brúðurinni þegar hún og tilvonandi voru á miðri kappakstursbraut að aka djarflega milli keila og kærastinn tók skyndilega í handbremsuna, snéri sér við í sætinu og dró upp trúlofunarhring og bað sinnar heittelskuðu. Sem betur fer fyrir hann sagði hún já. Þetta gerðist á braut einni í Boston í Bandaríkjunum á klúbbdegi BMW. Í myndskeiðinu að ofan sést að tilvonandi brúðguminn er ári góður ökumaður og spennan hjá honum verður örugglega ekki meiri er hann hendir bílnum fimlega á milli keila með þá mest spennandi áætlun hvers manns í lífinu, að biðja kærustu sinnar innan nokkurra sekúndna. Allt er þetta skemmtilega fest á filmu og mjög ánægjulegt áhorfs. Eitt flottasta bónorð sem sést hefur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent