Mótorhjólamaður bjargar kaffibollanum Finnur Thorlacius skrifar 15. júlí 2013 09:15 Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Hann var með athyglisgáfuna í lagi mótorhjólamaðurinn Nate Bos í Utah fylki í Bandaríkjunum um daginn og myndaði allt í leiðinni. Hann er á rúntinum að njóta mótorhjóls síns þegar hann tekur eftir því að kaffibolli er ofan á afturstuðara jeppa sem fyrir framan hann er. Hann gerir sér lítið fyrir, ekur aftan að bílnum og grípur kaffibollann áður en hann dettur af stuðaranum. Því næst ekur hann að hlið ökumanns jeppans, sem er kona og afhendir henni bollann við mikla furðu hennar og þakklæti. Það er ekki alveg á allra færi að leika þetta eftir en fimi hans á hjólinu lætur þetta líta út fyrir að vera mikill hægðarleikur.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent