Hraðametstilraun var síðasta hjólaferðin Finnur Thorlacius skrifar 17. júlí 2013 13:45 Núverandi hraðaheimsmethafi á mótorhjóli, Bill Warner lést í Flórída á sunnudaginn. Bill náði 500 km hraða á aðeins 2,4 kílómetra langri braut árið 2011 og ætlaði að bæta það met um helgina á enn styttri braut. Þegar hann hafði náð um 460 km hraða missti hann stjórn á hjóli sínu og ekki var að spyrja að afleiðingum þess á slíkri ferð. Hann var reyndar með meðvitund eftir slysið og talaði við þá er komu að slysinu, en hann dó klukkutíma síðar af sárum sínum á spítala. Bill Warner var 44 ára gamall og tilraun hans að þessu sinni var gerð á Loring herflugvellinum í Flórída. Fákur Bill var mikið breytt Suzuki Hayabusa og urðu 400 áhorfendur vitni af þessu hörmulega slysi. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Bill Warner dettur af hjóli sínu á mikilli ferð, en í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann nær 430 km ferð á flugvelli í fyrra. Hann bremsar sig niður en flugbrautin klárast þegar hann er ennþá á um 170 km hraða og fellur í möl sem við tekur og rennur lengi eftir henni. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Núverandi hraðaheimsmethafi á mótorhjóli, Bill Warner lést í Flórída á sunnudaginn. Bill náði 500 km hraða á aðeins 2,4 kílómetra langri braut árið 2011 og ætlaði að bæta það met um helgina á enn styttri braut. Þegar hann hafði náð um 460 km hraða missti hann stjórn á hjóli sínu og ekki var að spyrja að afleiðingum þess á slíkri ferð. Hann var reyndar með meðvitund eftir slysið og talaði við þá er komu að slysinu, en hann dó klukkutíma síðar af sárum sínum á spítala. Bill Warner var 44 ára gamall og tilraun hans að þessu sinni var gerð á Loring herflugvellinum í Flórída. Fákur Bill var mikið breytt Suzuki Hayabusa og urðu 400 áhorfendur vitni af þessu hörmulega slysi. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Bill Warner dettur af hjóli sínu á mikilli ferð, en í myndskeiðinu hér að ofan sést þar sem hann nær 430 km ferð á flugvelli í fyrra. Hann bremsar sig niður en flugbrautin klárast þegar hann er ennþá á um 170 km hraða og fellur í möl sem við tekur og rennur lengi eftir henni.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent