Ford F-150 slær við Toyota Camry vestra Finnur Thorlacius skrifar 2. júlí 2013 16:15 Ford F-150 pallbíllinn Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Fjögur síðustu ár hefur söluhæsta einstaka bílgerðin í Bandaríkjunum sem framleidd er að fullu þar verið Toyota Camry. Breyting gæti orðið á því þar sem söluhæsti bíllinn þetta árið er nú pallbíllinn Ford F150, en sá bíll var sá söluhæsti þrjú ár á undan þessum góðu árum Camry. Þessi breyting er nokkuð lýsandi fyrir ágæta sölu amerískra pallbíla og almennt góða sölu þarlendra framleiðenda. Söluaukningin á Ford F-150 það sem af er ári nemur 22 prósentum. Engu að síður er Toyota söluhæsta bílamerkið í Bandaríkjunum eins og í fyrra og slær þar við þeim þremur stóru amerísku. Í næstu sætum á eftir hinum einstöku gerðum F-150 og Camry eru svo Dodge Avenger, Honda Odyssey, Toyota Sienna, Chevrolet Traverse, Toyota Tundra, GMC Acadia, Buick Enclave og Toyota Avalon í tíunda sæti.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent