Sport

Bolt náði besta tíma ársins í 200 metrunum

Bolt er heimsmetshafi í bæði 100 og 200 metra hlaupi.
Bolt er heimsmetshafi í bæði 100 og 200 metra hlaupi.
Jamaíka-búinn Usain Bolt náði í gærdag besta tíma ársins í 200 metra spretthlaupi á Demantamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins sem haldið er í París.

Það var lítið búið að fara fyrir Bolt á undanförnum mánuðum en hann gaf skýr skilaboð í hlaupinu í gær í undirbúningi sínum fyrir HM í frjálsum íþróttum sem fer fram í haust.

Bolt sem náði besta tíma ársins eins og fyrr segir var ánægður með útkomuna og bjartsýnn á framhaldið.

"Ég gerði það sem ég geri best. Fólk var að hafa áhyggjur af mér eftir að ég tapaði einu 100 metra hlaupi fyrr á árinu en ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég er alltaf bestur á stóru mótunum og hef ég litlar áhyggjur af framhaldinu ef ég held mér í toppstandi," sagði Usain Bolt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×