Mark Webber hættir í Formúlu 1 27. júní 2013 10:15 Webber ætlar að hætta. Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hefur nú tilkynnt að hann muni hverfa frá Formúlu 1 í lok þessa tímabils og ganga til liðs við Porsche sem ætla sér stóra hluti í götubílaflokki. Mark Webber hefur undanfarin ár ekið fyrir Red Bull en þurft að sætta sig við Sebastian Vettel sem liðsfélaga. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla á síðustu þremur árum og er nú efstur í stigamótinu fjórða árið í röð. Þá hefur samband þeirra félaga verið stirt allar götur síðan þeir óku á hvorn annan í tyrkneska kappakstrinum 2010. Þar kenndu þeir hvor öðrum um og ekki bætti það samband þeirra þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins og barðist við Webber um fyrsta sætið í Malasíu fyrr í ár, með góðum árangri. Undanfarin ár hafa sögusagnir jafnframt flogið hátt um að liðið myndi láta Webber fara. Undanfarnar vikur hefur Kimi Raikkönen, ökumaður Lotus, oftast verið nefndur sem eftirmaður Webbers og þykir hann líklegastur. Aðrir sem gætu fengið sénsinnn eru Jean Eric Vergne eða Daniel Ricciardo, ökumenn systurliðs Red Bull Toro Rosso. Báðir hafa staðið sig mjög vel í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira