Mark Webber til Porsche í þolakstur 27. júní 2013 14:45 Mark Webber á góðri stundu Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent
Ástralski Formúlu 1 ökumaðurinn Mark Webber hefur skrifað undir samnig við Porsche um að aka bílum þeirra næstu árin. Frá og með keppnistímabilinu 2014 mun hann keppa á hinum nýja Porsche LMP1 bíl í 24 tíma þolaksturskeppninni í Le Mans og einnig í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship (WEC). Mark Webber, sem er 36 ára gamall, hefur áður tekið þátt tvisvar sinnum í Le Mans keppninni, en árið 1998 varð hann annar í FIA GT mótaröðinni á Porsche bíl. Frá 2002 og þar til nú hefur hann 36 sinnum komist á pall í Formúlu 1 kappakstrinum, unnið 9 sinnum og verið fremstur á ráspól 11 sinnum. En nú er hann semsagt hættur í Formúlu 1 og ætlar að snúa sér að þolakstri.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent