Sagan drýpur af hverju strái - Heimsókn í bílasafn Porsche Finnur Thorlacius skrifar 11. júní 2013 10:15 Þýskir bílaframleiðendur eru stoltir af bílum sínum og sögu og hafa umfram aðra gert arfleifð sinna þeirra skil með bílasöfnum. Eitt þeirra er safn Porsche í Zuffenhausen í Stuttgart. Saga Porsche er sannarlega glæst, hvort sem litið er til frumkvöðlahlutverks og sérstöðu Porsche, keppnisaksturs eða framleiðslu draumabíla fyrir almenning. Porsche gerir fátt með hangandi hendi og þegar kom að því að reisa sér safn utan um alla fegurðina var það gert á fallegasta hátt. Húsið sem safnið er í er eitt sérstæðasta og fegursta hús sem greinarritari hefur séð. Það svífur hreinlega á sínum sínum sterku stultum sem ná 26 niður í jörðina og þar sem svo mikils styrks er krafist vegna sérstæðs byggingarlagsins er jafn mikið stál í þessari 22.000 fermetra byggingu og í Eiffelturninum. Úr mörg hundruð bílum að velja Húsið er eins og geimskip og glerklætt að mestu með speglagleri og nýtur sín jafnvel betur á kvöldin en daginn með sína sérstæðu lýsingu. Staðsetning safnsins er alveg í hjarta höfuðstöðvanna í Zuffenhausen og hinu megin við götuna sem liggur fyrir framan andyri safnsins er einn flottasti bílasalur sem um getur og þar sýnir og selur Porsche allar sínar nýju gerðir bíla. Heimsókn þangað er ekki síður upplifun en safnið sjálft. Þar kallast á núið og fortíðin. Safnið opnaði árið 2009 og kostaði smíðin 100 milljón Evrur, eða 16 milljarða króna. Í sýningarsalnum eru að jafnaði 80 bílar og Porsche skiptir mjög hratt um bíla í safninu og bjóða uppá mismunandi þemu við hver umskipti. Porsche hefur úr mörgum hundruðum bíla að velja til að sýna í safninu, en varðveisla þeirra eigin bíla gegnum áratugina er til eftirbreytni. Allir eru þeir gangfærir og geymdir í enn stærra húsi í höfuðstöðvunum. Porsche gætir samt ávallt að því að greina vel frá arfleifð sinni og þeirra fyrstu bílar skapa veglegan sess en þar sjást einnig traktorar, herbílar, flugvélamótorar og fleira skrítilegt sem fæstir vissu að Porsche hefði framleitt á sinni löngu sögu. Í safninu er líka Volkswagen Bjallan því Ferdinand Porsche hannaði þann sögulega bíl á millistríðsárunum. Keppnisbílar og glæsibílar fyrir fólk með góðan smekk Mesta áherslu í safninu fá annarsvegar bílar sem seldir hafa verið almenningi með góðan smekk frá öllum tímum framleiðslu Porsche og er þar Porsche 911 í aðalhlutverki, enda er haldið uppá 50 ára afmæli þess bíls í ár. Hinsvegar eru mikið áberandi allir frægustu keppnisbílar Porsche. Er þar af mörgu að taka og óteljandi þau verðlaun sem þar liggja eftir. Meira að segja sjást þar Porsche bílar sem unnið hafa mýmargar rallkeppnirnar, þ.e. hækkaðir Porsche 911 bílar, sem einnig voru sigursælir í París-Dakar þolaksturskeppninni. Flottur veitingastaður er í safninu og þar er allt jafn glæsilegt og við má búast hjá Porsche. Þar má einnig finna mynjagripa- og fataverslun sem gleður margan Porsche eigandann eða aðdáandann. Hönnunardeild Porsche gerir margt annað en að hanna bíla og það sést vel á handbragði allra þeirra hluta og fatnaðar sem þar má krækja sér í. Verðið er alls ekki uppsprengt á þessum vörum. Þeir sem leið eiga um Stuttgart myndu auðga ferðalag sitt með heimsókn í þetta merkilega safn, hvort sem þeir hafa áhuga á bílum, arkitektúr eða almennt fegurð. Greinarritari við "The pig" sem var sigursæll keppnisbíll á árum áður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent
Þýskir bílaframleiðendur eru stoltir af bílum sínum og sögu og hafa umfram aðra gert arfleifð sinna þeirra skil með bílasöfnum. Eitt þeirra er safn Porsche í Zuffenhausen í Stuttgart. Saga Porsche er sannarlega glæst, hvort sem litið er til frumkvöðlahlutverks og sérstöðu Porsche, keppnisaksturs eða framleiðslu draumabíla fyrir almenning. Porsche gerir fátt með hangandi hendi og þegar kom að því að reisa sér safn utan um alla fegurðina var það gert á fallegasta hátt. Húsið sem safnið er í er eitt sérstæðasta og fegursta hús sem greinarritari hefur séð. Það svífur hreinlega á sínum sínum sterku stultum sem ná 26 niður í jörðina og þar sem svo mikils styrks er krafist vegna sérstæðs byggingarlagsins er jafn mikið stál í þessari 22.000 fermetra byggingu og í Eiffelturninum. Úr mörg hundruð bílum að velja Húsið er eins og geimskip og glerklætt að mestu með speglagleri og nýtur sín jafnvel betur á kvöldin en daginn með sína sérstæðu lýsingu. Staðsetning safnsins er alveg í hjarta höfuðstöðvanna í Zuffenhausen og hinu megin við götuna sem liggur fyrir framan andyri safnsins er einn flottasti bílasalur sem um getur og þar sýnir og selur Porsche allar sínar nýju gerðir bíla. Heimsókn þangað er ekki síður upplifun en safnið sjálft. Þar kallast á núið og fortíðin. Safnið opnaði árið 2009 og kostaði smíðin 100 milljón Evrur, eða 16 milljarða króna. Í sýningarsalnum eru að jafnaði 80 bílar og Porsche skiptir mjög hratt um bíla í safninu og bjóða uppá mismunandi þemu við hver umskipti. Porsche hefur úr mörgum hundruðum bíla að velja til að sýna í safninu, en varðveisla þeirra eigin bíla gegnum áratugina er til eftirbreytni. Allir eru þeir gangfærir og geymdir í enn stærra húsi í höfuðstöðvunum. Porsche gætir samt ávallt að því að greina vel frá arfleifð sinni og þeirra fyrstu bílar skapa veglegan sess en þar sjást einnig traktorar, herbílar, flugvélamótorar og fleira skrítilegt sem fæstir vissu að Porsche hefði framleitt á sinni löngu sögu. Í safninu er líka Volkswagen Bjallan því Ferdinand Porsche hannaði þann sögulega bíl á millistríðsárunum. Keppnisbílar og glæsibílar fyrir fólk með góðan smekk Mesta áherslu í safninu fá annarsvegar bílar sem seldir hafa verið almenningi með góðan smekk frá öllum tímum framleiðslu Porsche og er þar Porsche 911 í aðalhlutverki, enda er haldið uppá 50 ára afmæli þess bíls í ár. Hinsvegar eru mikið áberandi allir frægustu keppnisbílar Porsche. Er þar af mörgu að taka og óteljandi þau verðlaun sem þar liggja eftir. Meira að segja sjást þar Porsche bílar sem unnið hafa mýmargar rallkeppnirnar, þ.e. hækkaðir Porsche 911 bílar, sem einnig voru sigursælir í París-Dakar þolaksturskeppninni. Flottur veitingastaður er í safninu og þar er allt jafn glæsilegt og við má búast hjá Porsche. Þar má einnig finna mynjagripa- og fataverslun sem gleður margan Porsche eigandann eða aðdáandann. Hönnunardeild Porsche gerir margt annað en að hanna bíla og það sést vel á handbragði allra þeirra hluta og fatnaðar sem þar má krækja sér í. Verðið er alls ekki uppsprengt á þessum vörum. Þeir sem leið eiga um Stuttgart myndu auðga ferðalag sitt með heimsókn í þetta merkilega safn, hvort sem þeir hafa áhuga á bílum, arkitektúr eða almennt fegurð. Greinarritari við "The pig" sem var sigursæll keppnisbíll á árum áður
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent