Argur lestarstjóri Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2013 11:30 Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent