Keyptur óséður eftir útvarpsauglýsingu Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 08:45 Þessi Mercedes Benz fornbíll af árgerð 1952 á athygliverða sögu og var fluttur til landsins árið 1954. Hann var auglýstur til sölu í útvarpinu og umsvifalaust keyptur af Sigurjóni Sæmundssyni, prentsmiðjustjóra á Siglufirði, óséður. Það er óhætt að segja að vonbrigði kaupenda voru all veruleg er þeir litu gripinn augum í fyrsta sinn. Þá voru verksmiðjurnar farnar að auglýsa nýju 1955 gerðina, sem var með öllu nýtískulegra lagi en þessi bíll og var það í fyrsta skipti eftir stríð sem Mercedes Benz hætti að nota gömlu mótin, sem hafði mótað útlit bílanna frá því löngu fyrir stríð. Þessi vagn bar mót hefðbundinna farþegavagna Mercedes Benz frá því tuttugu árum áður og var ekki lagaður eftir nýjum hugmyndum síðustu tíma. Það má því segja að þarna hafi verið keyptur tiltölulega nýr fornbíll. Það breytti því ekki að bíllinn vann hug og hjörtu eigenda sinna á örskömmum tíma og er nú búinn að vera í eigu sömu fjölskyldunnar í tæp 59 ár. Fyrsti Benz með 6 strokka eftir stríð Þrátt fyrir að vera smíðaður eftir gamla laginu var þetta í fyrsta sinn sem Mercedes Benz verksmiðjurnar komu með bíl með 6 strokka vél eftir stríð. Benz 170 gerðirnar, sem áður voru vinsælastar, voru allar með 4 strokka vélar. Vélin er 86 hestafla sem gerir ökumanni auðvelt að þeyta bifreiðinni á ólöglegum hraða samkvæmt íslenskum umferðareglum á örskömmum tíma. Þessi bifreið hefur því aldrei þótt aflvana þótt hestöflin séu ekki mörg miðað við nútíma bifreiðar. Gerður upp á Sleitustöðum Bifreiðin hefur lengst af verið með fjölskyldunni á Siglufirði og er því afar lítið ekin, sem stafar af því að á löngum vetrum var hún geymd inni og ekki ekið nema 4 til 5 mánuði á árinu. Þó kom að því að geymslurými fyrir vetrargeymslu var sagt upp og stóð bifreiðin úti all langan tíma, sem fór ekki sérlega vel með hana, enda var hún þá komin hátt á þrítugsaldur. Því var tekin sú ákvörðun að senda bifreiðina í gagngera endurnýjun til Þorvaldar G. Óskarssonar, verkstæðisformanns að Sleitustöðum í Skagafirði. Þar var hún í meðhöndlun hjá Þorvaldi í nokkur ár. Einungis ekinn sparibíltúra Þegar yfirferð Þorvaldar lauk var bifreiðin algjörlega eins og ný, en nú voru tímarnir breyttir. Nú þótti ekki lengur tækt að nota þessa bifreið sem fjölskyldubifreið, því nú var hún greinilega komin á eftirlaun og hefur verið meðhöndluð sem fornbíll alla tíð síðan. Undanfarinn áratug hefur hún því einungis verið tekin út úr bílageymslu þegar sól skín í heiði og allar aðstæður ákjósanlegar til að aka höfðingjanum með virðuleik í umferðinni. Þessi bíll hefur verið hluti af sömu fjölskyldunni í tæp 60 ár, en nú er komið að þáttaskilum, því fjölskyldan hefur ákveðið að auglýsa bifreiðina til sölu og vonast til að koma henni í góðar hendur einhvers sem hefur yndi og ánægju af því að eiga og sjá um fallegan og vel með farinn fornbíl. “Veiðibjallan” Bíllinn gengdi margs konar hlutverki. Hann var fyrst og fremst fjölskyldubíll, en tveimur árum eftir kaupin gerðist Sigurjón bæjarstjóri á Siglufirði og varð bíllinn þá eins konar þjónustuvagn bæjarstjórans. Um svipað leyti náði sonur Sigurjóns aldri til að taka bílpróf og þar sem Sigurjón var ósínkur að lána bifreiðina þegar hann þurfti ekki að nota hana sjálfur, þá var hún alla jafna á ferðinni með soninn og vini hans á kvöldin, en þjónustuvagn bæjarstjórans á daginn. Vinahópurinn notaði bifreiðina á kvöldin sem tálbeitu fyrir fegurstu fljóð bæjarins að þeirra mati, og kvað svo rammt að því að bifreiðin fékk snemma á sig viðurnefnið "veiðibjallan". Bæjarstjórinn botnaði hins vegar ekkert í því hvað menn brostu kankvíslega til hans þegar hann stýrði bifreið sinni af hinum mesta virðuleik til hinna ýmsu áfangastaða í bæjarlandinu á daginn. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent
Þessi Mercedes Benz fornbíll af árgerð 1952 á athygliverða sögu og var fluttur til landsins árið 1954. Hann var auglýstur til sölu í útvarpinu og umsvifalaust keyptur af Sigurjóni Sæmundssyni, prentsmiðjustjóra á Siglufirði, óséður. Það er óhætt að segja að vonbrigði kaupenda voru all veruleg er þeir litu gripinn augum í fyrsta sinn. Þá voru verksmiðjurnar farnar að auglýsa nýju 1955 gerðina, sem var með öllu nýtískulegra lagi en þessi bíll og var það í fyrsta skipti eftir stríð sem Mercedes Benz hætti að nota gömlu mótin, sem hafði mótað útlit bílanna frá því löngu fyrir stríð. Þessi vagn bar mót hefðbundinna farþegavagna Mercedes Benz frá því tuttugu árum áður og var ekki lagaður eftir nýjum hugmyndum síðustu tíma. Það má því segja að þarna hafi verið keyptur tiltölulega nýr fornbíll. Það breytti því ekki að bíllinn vann hug og hjörtu eigenda sinna á örskömmum tíma og er nú búinn að vera í eigu sömu fjölskyldunnar í tæp 59 ár. Fyrsti Benz með 6 strokka eftir stríð Þrátt fyrir að vera smíðaður eftir gamla laginu var þetta í fyrsta sinn sem Mercedes Benz verksmiðjurnar komu með bíl með 6 strokka vél eftir stríð. Benz 170 gerðirnar, sem áður voru vinsælastar, voru allar með 4 strokka vélar. Vélin er 86 hestafla sem gerir ökumanni auðvelt að þeyta bifreiðinni á ólöglegum hraða samkvæmt íslenskum umferðareglum á örskömmum tíma. Þessi bifreið hefur því aldrei þótt aflvana þótt hestöflin séu ekki mörg miðað við nútíma bifreiðar. Gerður upp á Sleitustöðum Bifreiðin hefur lengst af verið með fjölskyldunni á Siglufirði og er því afar lítið ekin, sem stafar af því að á löngum vetrum var hún geymd inni og ekki ekið nema 4 til 5 mánuði á árinu. Þó kom að því að geymslurými fyrir vetrargeymslu var sagt upp og stóð bifreiðin úti all langan tíma, sem fór ekki sérlega vel með hana, enda var hún þá komin hátt á þrítugsaldur. Því var tekin sú ákvörðun að senda bifreiðina í gagngera endurnýjun til Þorvaldar G. Óskarssonar, verkstæðisformanns að Sleitustöðum í Skagafirði. Þar var hún í meðhöndlun hjá Þorvaldi í nokkur ár. Einungis ekinn sparibíltúra Þegar yfirferð Þorvaldar lauk var bifreiðin algjörlega eins og ný, en nú voru tímarnir breyttir. Nú þótti ekki lengur tækt að nota þessa bifreið sem fjölskyldubifreið, því nú var hún greinilega komin á eftirlaun og hefur verið meðhöndluð sem fornbíll alla tíð síðan. Undanfarinn áratug hefur hún því einungis verið tekin út úr bílageymslu þegar sól skín í heiði og allar aðstæður ákjósanlegar til að aka höfðingjanum með virðuleik í umferðinni. Þessi bíll hefur verið hluti af sömu fjölskyldunni í tæp 60 ár, en nú er komið að þáttaskilum, því fjölskyldan hefur ákveðið að auglýsa bifreiðina til sölu og vonast til að koma henni í góðar hendur einhvers sem hefur yndi og ánægju af því að eiga og sjá um fallegan og vel með farinn fornbíl. “Veiðibjallan” Bíllinn gengdi margs konar hlutverki. Hann var fyrst og fremst fjölskyldubíll, en tveimur árum eftir kaupin gerðist Sigurjón bæjarstjóri á Siglufirði og varð bíllinn þá eins konar þjónustuvagn bæjarstjórans. Um svipað leyti náði sonur Sigurjóns aldri til að taka bílpróf og þar sem Sigurjón var ósínkur að lána bifreiðina þegar hann þurfti ekki að nota hana sjálfur, þá var hún alla jafna á ferðinni með soninn og vini hans á kvöldin, en þjónustuvagn bæjarstjórans á daginn. Vinahópurinn notaði bifreiðina á kvöldin sem tálbeitu fyrir fegurstu fljóð bæjarins að þeirra mati, og kvað svo rammt að því að bifreiðin fékk snemma á sig viðurnefnið "veiðibjallan". Bæjarstjórinn botnaði hins vegar ekkert í því hvað menn brostu kankvíslega til hans þegar hann stýrði bifreið sinni af hinum mesta virðuleik til hinna ýmsu áfangastaða í bæjarlandinu á daginn.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent