Opel slær öllum við í gæðum Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2013 13:45 Opel Astra Sports Tourer CDTI Það er vart hægt að gera þá kröfu að eftir 104.800 kílómetra akstur bíls hafi aldrei neitt bilað í honum. Það var engu að síður staðreyndin með Opel Astra Sports Tourer CDTI. Bílblaðið Auto Motor und Sport í Þýskalandi gerði þá tilraun að aka nokkrum bílum yfir 100.000 kílómetra á tveimur árum í því augnamiði að sjá hver þeirra bilaði minnst. Blaðamönnum þar datt ekki í hug að nákvæmlega ekki neitt myndi bila í einum þeirra, Þ.e. Opel Astra. Astran skaut bílum eins og Volkswagen Golf, Mercedes Benz A-Class og Toyota Prius ref fyrir rass í þessari tilraun. Sá bíll sem næstur kom þurfti að fara þrisvar sinnum í viðgerð, utan hefðbundins eftirlits og smurningar.77 ára biðVélin sem í Opel Astra bílnum er, 2,0 lítra dísilvél verðskuldar líka hrós, en það þurfti eingöngu að smyrja hana á ráðlögðum fresti, en að öðru leyti þurfti ekki að opna húddið á bílnum. Opel hefur ekki hlotið sambærileg verðlaun frá árinu 1936, en þá reyndist Opel bíll einmitt sá sem bilaði minnst. Alveg frá því ári og fram á níunda áratug síðustu aldar notaði Opel frasann; Opel, sá áreiðanlegasti! Nú hefur það verið staðfest, þó langt sé um liðið og Opel óhætt að taka frasann aftur upp án þess að fara með neinar fleypur. Opel hefur sett sér það markmið að verða leiðandi bifreiðasmiður heimsins í gæðum og hefur ætlað sér 9 ár til verksins, en því skal náð árið 2022.Helmingi færri ábyrgðarviðgerðirOpel virðist svo sannarlega vera á réttri leið því að ábyrgðarviðgerðir á bílum þeirra hefur fækkað um 50% frá árinu 2000. Blaðamenn Auto Motor und Sport voru ekki bara hrifnir af bilanaleysinu í Opel Astra bílnum heldur var lýsing þeirra á bílnum og tilfinning fyrir gæðum hans og aksturshæfni í hæstu hæðum. Fjöðrun hans, sæti, farþegarými, flutningsrými, veggrip, vélarafl og lítil eyðsla fengu þá umfjöllun að ekki væri hægt að gera betur og að Astran sýndi á sér sínar bestu hliðar í löngum akstri og færi einstaklega vel með ökumann, sem og alla farþega. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent
Það er vart hægt að gera þá kröfu að eftir 104.800 kílómetra akstur bíls hafi aldrei neitt bilað í honum. Það var engu að síður staðreyndin með Opel Astra Sports Tourer CDTI. Bílblaðið Auto Motor und Sport í Þýskalandi gerði þá tilraun að aka nokkrum bílum yfir 100.000 kílómetra á tveimur árum í því augnamiði að sjá hver þeirra bilaði minnst. Blaðamönnum þar datt ekki í hug að nákvæmlega ekki neitt myndi bila í einum þeirra, Þ.e. Opel Astra. Astran skaut bílum eins og Volkswagen Golf, Mercedes Benz A-Class og Toyota Prius ref fyrir rass í þessari tilraun. Sá bíll sem næstur kom þurfti að fara þrisvar sinnum í viðgerð, utan hefðbundins eftirlits og smurningar.77 ára biðVélin sem í Opel Astra bílnum er, 2,0 lítra dísilvél verðskuldar líka hrós, en það þurfti eingöngu að smyrja hana á ráðlögðum fresti, en að öðru leyti þurfti ekki að opna húddið á bílnum. Opel hefur ekki hlotið sambærileg verðlaun frá árinu 1936, en þá reyndist Opel bíll einmitt sá sem bilaði minnst. Alveg frá því ári og fram á níunda áratug síðustu aldar notaði Opel frasann; Opel, sá áreiðanlegasti! Nú hefur það verið staðfest, þó langt sé um liðið og Opel óhætt að taka frasann aftur upp án þess að fara með neinar fleypur. Opel hefur sett sér það markmið að verða leiðandi bifreiðasmiður heimsins í gæðum og hefur ætlað sér 9 ár til verksins, en því skal náð árið 2022.Helmingi færri ábyrgðarviðgerðirOpel virðist svo sannarlega vera á réttri leið því að ábyrgðarviðgerðir á bílum þeirra hefur fækkað um 50% frá árinu 2000. Blaðamenn Auto Motor und Sport voru ekki bara hrifnir af bilanaleysinu í Opel Astra bílnum heldur var lýsing þeirra á bílnum og tilfinning fyrir gæðum hans og aksturshæfni í hæstu hæðum. Fjöðrun hans, sæti, farþegarými, flutningsrými, veggrip, vélarafl og lítil eyðsla fengu þá umfjöllun að ekki væri hægt að gera betur og að Astran sýndi á sér sínar bestu hliðar í löngum akstri og færi einstaklega vel með ökumann, sem og alla farþega.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent