Tónlist

Miðasala á útgáfutónleika Botnleðju hefst á fimmtudaginn

Botnleðja heldur útgáfutónleika 27. júní.
Botnleðja heldur útgáfutónleika 27. júní. Fréttablaðið/Stefán

Botnleðja heldur útgáfutónleika í Austurbæ fimmtudagskvöldið 27. júní og hefst miðasala fimmtudaginn 6. júní kl. 10 á Midi.is.

Rokksveitin ætlar að fagna sinni fyrstu safnplötu sem nefnist Þegar öllu er á botninn hvolft, sem Record Records gefur út.



Þegar öllu er á botninn hvolft, sem kemur út 11. júní, er tvískipt safnplata sem inniheldur tvo geisladiska.  Fyrri diskurinn inniheldur átján lög og þar af eru sextán bestu lög þeirra af breiðskífum sveitarinnar, sem eru fimm talsins.  Einnig inniheldur fyrri diskurinn tvö glæný lög, Slóði og Panikkast, sem er þegar farið að hljóma á öldum ljósvakans.

Seinni diskurinn innheldur áður óútgefnar upptökur, ábreiður sveitarinnar á lögum tónlistarmanna eins og Devo og Megas, enskar útgáfur laga, endurhljóðblandanir og tónleikaupptökur með Botnleðju sem ávallt hefur þótt frábær tónleikasveit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.