Afmælisútgáfa Porsche 911 Finnur Thorlacius skrifar 5. júní 2013 13:15 Svona mun afmælisútgáfan líta út Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent
Fimmtíu ár eru liðin frá útkomu fyrsta Porsche 911 bílsins. Í tilefni þess ætlar Porsche að smíða 1963 eintök af sérstakri afmælisútgáfu af bílnum. Hann verður í sjálfu sér ekkert sérlega breyttur frá nýjustu kynslóð bílsins, en fær þó viðbótar 30 hestöfl frá Carrera S bílnum og verður því með 430 slík. Bíllinn fær yfirbyggingu fjórhjóladrifna 911, sem er breiðari, þrátt fyrir að verða afturhjóladrifinn. Með PDK sjálfskiptingu verður hann 3,8 sekúndur uppí hundraðið. Bíllinn verður boðinn í tveimur nýjum litum, báðum gráum. Felgurnar verða 20 tommu og hafa skírskotun til þeirra sem voru undir fyrsta 911 bílnum frá 1963. Mælarnir hafa einnig skírskotun til gamla bílsins og fá grænan lit og sætin vitna í Pepita sæti Porsche bíla frá sjöunda áratugnum. Aðeins verða framleidd 1.963 eintök af þessari afmælisútgáfu sem kynntur verður á bílasýningunni í Frankfurt seinna í ár og mun hann kosta 124.000 dollara.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent