Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 07:28 Tony Parker rennur til á gólfinu í lokasókn San Antonio Spurs. Sá franski hélt sér á fótunum og skoraði skömmu síður lokakörfuna. Nordicphotos/AFP Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker. NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker.
NBA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira