Ókeypis akstur milli Los Angeles og New York í Tesla Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2013 15:00 Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent
Áður en árið er á enda ætlar Tesla að vera búið að setja upp svo margar hleðslustöðvar milli Los Angeles og New York að eigendur Tesla rafmagnsbíla komast milli borganna aðeins á rafmagni. Hleðsla bílanna fyrir Tesla eigendur verður ókeypis. Þessar hleðslustöðvar hlaða bílana til þriggja klukkutíma aksturs á aðeins 20 mínútum, svona hæfilegu kaffistoppi. Tesla einskorðar uppsetningu hleðslustöðvanna ekki við leiðina milli borganna tveggja, heldur ná þær upp eftir allri vesturströnd Bandaríkjanna og til Kanada, svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjárfesting Tesla kostar fyrirtækið 20-30 milljón dollar, eða 2,5-3,7 milljarða króna, en hver hleðslustöð kostar um 18,5 milljónir króna. Nýju stöðvarnar sem Tesla setur nú upp eru með 120 kílóvatta straumi, en þær voru áður með 90 kílóvatta straumi og hlóðu bílana hægar. Þær eldri verða uppfærðar og aukinn í þeim straumurinn.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent