Henrik Fisker vill kaupa Fisker á slikk Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2013 18:00 Fisker Karma Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent
Seint ætlar stofnandi rafbílaframleiðandans Fisker að gefast upp á að halda lífi í hinu gjaldþrota fyrirtæki. Fisker fékk 192 milljón dollara lán frá U.S. Department of Energy til rekstursins en með gjaldþroti þess fæst lítið uppí þá skuld. Nú eru tvö fjárfestingafyrirtæki að reyna að kaupa Fisker af skiptastjóra þrotabúsins. Henrik Fisker, stofnandi og fyrrum forstjóri Fisker hefur fengið í lið með sér milljarðamæring frá Hong Kong, Richard Li, til að krækja aftur í fyrirtækið á brot af þeim miklu skuldum sem afskrifaðar voru. Kaup á gjaldþrota fyrirtæki eins og Fisker veitir kaupandanum skattaafslátt og skýrist áhugi þessara aðila mest af því. Henrik Fisker og Li hafa boðið á bilinu 25 til 30 milljón dollara í Fisker, en annar fjársterkur hópur Kínverja með Bob Lutz í fararbroddi hefur boðið 20 milljón dollara. Bob Lutz hætti fyrir örfáum árum sem einn af aðalstjórnendum General Motors, en hann hefur unnið fyrir marga bílaframleiðendur á ævi sinni, svo sem BMW, Ford og Chrysler.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent