Merkel stefnir enn að milljón rafmagnsbílum árið 2020 Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2013 08:45 BMW i3 rafmagnsbíll Þýsk stjórnvöld hafa á undanförnum árum haft það markmið að rafmagnsbílar í landinu verði 1 milljón talsins áður en þessi áratugur er á enda. Það virðist nokkuð brött brekka í ljósi þess að aðeins 3.000 slíkir seldust á síðasta ári í Þýskalandi. Engu að síður víkur kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ekki frá þessu markmiði. Forstjóri BMW, Norbert Reithofer, hefur lýst tregðu Þjóðverja til kaupa á rafmagnsbílum með orðunum „German angst“, eða þýskum ótta við þesskonar bíla og skilur ekkert í því af hverju Þjóðverjar hafa ekki tekið þeim opnum örmum. Hann telur mikla hugarfarsbreytingu þurfa að verða meðal landa sinna ef einhver möguleiki á að vera á því að standa við þetta markmið ríkisstjórnarinnar. BMW mun hefja sölu á i3 EV rafmagnbíl sínum á seinni hluta ársins og væntir forstjórinn góðra viðtaka þess bíls. Forstjóri BMW bætti því við að mikinn stuðning við þróun nýrrar tækni við framleiðslu rafmagnsbíla þyrfti til að nálgast markmiðið. Þýskir bílaframleiðendur ætla að veita 1.860 milljörðum króna til þróunar bíla sem ekki brenna hefðbundnu jarðefnaeldsneyti á næstu 4 árum. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Þýsk stjórnvöld hafa á undanförnum árum haft það markmið að rafmagnsbílar í landinu verði 1 milljón talsins áður en þessi áratugur er á enda. Það virðist nokkuð brött brekka í ljósi þess að aðeins 3.000 slíkir seldust á síðasta ári í Þýskalandi. Engu að síður víkur kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ekki frá þessu markmiði. Forstjóri BMW, Norbert Reithofer, hefur lýst tregðu Þjóðverja til kaupa á rafmagnsbílum með orðunum „German angst“, eða þýskum ótta við þesskonar bíla og skilur ekkert í því af hverju Þjóðverjar hafa ekki tekið þeim opnum örmum. Hann telur mikla hugarfarsbreytingu þurfa að verða meðal landa sinna ef einhver möguleiki á að vera á því að standa við þetta markmið ríkisstjórnarinnar. BMW mun hefja sölu á i3 EV rafmagnbíl sínum á seinni hluta ársins og væntir forstjórinn góðra viðtaka þess bíls. Forstjóri BMW bætti því við að mikinn stuðning við þróun nýrrar tækni við framleiðslu rafmagnsbíla þyrfti til að nálgast markmiðið. Þýskir bílaframleiðendur ætla að veita 1.860 milljörðum króna til þróunar bíla sem ekki brenna hefðbundnu jarðefnaeldsneyti á næstu 4 árum.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent