Skoda og Suzuki þeir bilanafríustu Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2013 11:19 Suzuki bílar komu vel út í dönsku könnuninni FDM í Danmörku, systursamtök Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefur tekið saman athugasemdir sem gerðar voru við 69.000 notaða bíla sem færðir voru í ástandsskoðun hjá skoðunarstöðvum í Danmörku. Að meðaltali fær hver notaður bíll 5,8 athugasemdir. Skoda er það merki sem stendur sig best, með 4,7 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl, en Suzuki kemur þar skammt undan með 4,8 athugasemdir. Verst virðist ástandið hjá hinum ítalska Alfa Romeo sem fær langflestar athugasemdir við ástandsskoðun, eða að meðaltali 8,3. Það kemur eflaust mörgum á óvart að Mercedes-Benz er með næst verstu útkomuna hvað þetta varðar, eða 7,5 athugasemdir að meðaltali. FDM bendir þó á að Mercedes-Benz greini sig frá öðrum merkjum að því leyti að um eldri bíla er að ræða sem hefur verið ekið meira, enda í mörgum tilfellum leigubílar. Suzuki, hinn japanski framleiðandi smábíla og fjórhjóladrifinna bíla og jeppa, kemur glimrandi vel út úr könnun FDM. Að meðaltali eru athugasemdirnar aðeins 4,8 og nartar Suzuki því í hælana á Skoda, en tékkneski framleiðandinn fær þarna enn eina rósina í hnappagatið. Toyota er sömuleiðis í góðum málum með 4,9 athugasemdir að meðaltali. Alfa Romeo 156 nýtur þess vafasama heiðurs að fá flestar athugasemdirnar, eða 8,3 að meðaltali, en á svipuðum slóðum eru merki eins og Renault, Mercedes-Benz, Fiat og Mitsubishi. Þótt athugun FDM segi kannski ekki alla söguna um gæði bíla getur fólk haft þennan lista til hliðsjónar þegar lagt er í að kaupa notaðan bíl. Þau fimm merki sem flestar athugasemdir fengu: Alfa Romeo: 8,3 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Mercedes-Benz: 7,5 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Fiat: 7,2 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Renault: 6,4 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Mitsubishi: 6,4 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
FDM í Danmörku, systursamtök Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefur tekið saman athugasemdir sem gerðar voru við 69.000 notaða bíla sem færðir voru í ástandsskoðun hjá skoðunarstöðvum í Danmörku. Að meðaltali fær hver notaður bíll 5,8 athugasemdir. Skoda er það merki sem stendur sig best, með 4,7 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl, en Suzuki kemur þar skammt undan með 4,8 athugasemdir. Verst virðist ástandið hjá hinum ítalska Alfa Romeo sem fær langflestar athugasemdir við ástandsskoðun, eða að meðaltali 8,3. Það kemur eflaust mörgum á óvart að Mercedes-Benz er með næst verstu útkomuna hvað þetta varðar, eða 7,5 athugasemdir að meðaltali. FDM bendir þó á að Mercedes-Benz greini sig frá öðrum merkjum að því leyti að um eldri bíla er að ræða sem hefur verið ekið meira, enda í mörgum tilfellum leigubílar. Suzuki, hinn japanski framleiðandi smábíla og fjórhjóladrifinna bíla og jeppa, kemur glimrandi vel út úr könnun FDM. Að meðaltali eru athugasemdirnar aðeins 4,8 og nartar Suzuki því í hælana á Skoda, en tékkneski framleiðandinn fær þarna enn eina rósina í hnappagatið. Toyota er sömuleiðis í góðum málum með 4,9 athugasemdir að meðaltali. Alfa Romeo 156 nýtur þess vafasama heiðurs að fá flestar athugasemdirnar, eða 8,3 að meðaltali, en á svipuðum slóðum eru merki eins og Renault, Mercedes-Benz, Fiat og Mitsubishi. Þótt athugun FDM segi kannski ekki alla söguna um gæði bíla getur fólk haft þennan lista til hliðsjónar þegar lagt er í að kaupa notaðan bíl. Þau fimm merki sem flestar athugasemdir fengu: Alfa Romeo: 8,3 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Mercedes-Benz: 7,5 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Fiat: 7,2 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Renault: 6,4 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl Mitsubishi: 6,4 athugasemdir að meðaltali á hvern bíl
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent