Senuþjófar í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 17:00 Á hverju ári sýnir Volkswagen merkjafjölskyldan á sér sparihliðina við hið fallega Austurríska stöðuvatn Wörthersee. Þar sýna mörg af undirmerkjum Volkswagen sérútgáfur af venjulegustu og söluhæstu bílgerðum sínum. Allir bílarnir eiga það sameiginlegt að hafa fengið vænar sterasprautur undir húddið en útlitsbreytingar þeirra ganga sjaldnast svo langt að bílarnir þekkist ekki frá hefðbundnum gerðum þeirra. Þetta árið eru það Volkswagen, Audi, Seat og Skoda sem sýna 6 bíla við Wörthersee og eru þeir hver öðrum laglegri og öflugri. Uppákoman við Wörthersee hafa margir kallað GTI-fund Volkswagen fjölskyldunnar og er þá vitnað í Volkswagen Golf GTI kraftabílinn. Þar hafa oft sést nýjungar sem sienna hafa skilað sér í bíla Volkswagen samsteypunnar. Volkswagen Golf GTI. Að sjálfsögðu er Golf GTI mættur við Wörthersee, en í nokkru breyttri mynd. Bíllinn er með ofuröflugri VR6 vél sem er með 3,0 lítra sprengirými og tveimur forþjöppum sem skila 503 hestöflum til allra hjólanna. Nauðsynlegt var að hafa bílinn fjórhjóladrifinn svo allt aflið skili sér nú í malbikið. Bíllinn er styttri, lægri en breiðari en hefðbundinn Golf GTI og framendinn hefur mikið breyst, sem og ljósin. Hámarkshraði bílsins er 300 km/klst. Audi TTS. Verkfræðingum Audi hefur tekist að létta þenna TT bíl um heil 285 kíló. Því þarf hann ekki að vera með svo ofuröflugri vél, en í húddinu er þó enginn kettlingur heldur 310 hestafla tveggja lítra vél með forþjöppu. Með svo smá vél er athyglivert að bíllinn er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 280 km/klst. Seat Leon Cup Racer. Spænski framleiðandinn Seat vill ekki vera eftirbátur hinna framleiðenda VW-samstæðunnar og teflir fram snoppufríðum Leon tilbúnum í kappakstur, enda lítur bíllinn út fyrir að vera hreinræktaður keppnisbíll með miklar svuntur og vindskeiðar. Vélin er 330 hestafla, 2,0 lítra og með forþjöppu. Magnað afl sem næst úr smárri vél. Þessi bíll mun fara í framleiðslu og kostar 70.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. Skoda Rapid Sport. Alltof fáar upplýsingar liggja fyrir um þenna bíl tékkneska framleiðandans Skoda. Hann er með víkkuðum brettum, stærri stuðurum, miklum vindkljúfi að framan og á 19 tommu dekkjum. Recaro keppnisstólar eru frammí bílnum og sportstýri. Það er ekki ljóst hversu öflug vél er í bílnum en ólíklegt má teljast að þar sé 122 hestafl vélin sem er í hefðbundnum Rapid. Volkswagen Power Pickup. Hann er ekkert sérlega sexí Amarok pallbíll Volkswagen svo fyrirtækinu fannst greinilega upplagt að leggja honum til meiri kynþokka með þessum breytingum. Útvíkkuð bretti og lækkun bílsins frá vegi gera sitt en undir húddinu leynist 272 hestafla 3,0 lítra dísilvél sem tengist 8 gíra sjálfskiptingu. Hann tekur sprettinn í hundrað á 7,9 sekúndum. Felgurnar eru risastórar 22 tommu, framljósin Xenon og afturljósin af LED gerð. Mikið ber á burstuðu stáli að innan, leðri og koltrefjum. Volkswagen GTI Cabriolet Austria. Þessi blæju-Golf er með fánalitum Austurríkis, sem er afar viðeigandi í Wörthersee. Þetta er enn einn bíllinn sem er með mjög öfluga 2,0 lítra vél með forþjöppu og skilar 333 hestöflum. Það eru 123 fleiri hestöfl en bíllinn sem hann er byggður á. Sex gíra tveggja kúplinga sjálfskipting, 2.250 watta hljóðkerfi og 11 hátalarar auka á dýrðina. Það eru 17 og 23 ára strákar sem fengu það verkefni að breyta þessum bíl og virðast hafa staðið sig ágætlega. Audi TTS á sterum Laglegur SEAT Leon Cup Racer Skoda Rapid Sport umkringdur af fríðum fljóðum Volkswagen Amarok Power Pickup Volkswagen GTI Cabrio Austria við Wörthersee vatnið Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent
Á hverju ári sýnir Volkswagen merkjafjölskyldan á sér sparihliðina við hið fallega Austurríska stöðuvatn Wörthersee. Þar sýna mörg af undirmerkjum Volkswagen sérútgáfur af venjulegustu og söluhæstu bílgerðum sínum. Allir bílarnir eiga það sameiginlegt að hafa fengið vænar sterasprautur undir húddið en útlitsbreytingar þeirra ganga sjaldnast svo langt að bílarnir þekkist ekki frá hefðbundnum gerðum þeirra. Þetta árið eru það Volkswagen, Audi, Seat og Skoda sem sýna 6 bíla við Wörthersee og eru þeir hver öðrum laglegri og öflugri. Uppákoman við Wörthersee hafa margir kallað GTI-fund Volkswagen fjölskyldunnar og er þá vitnað í Volkswagen Golf GTI kraftabílinn. Þar hafa oft sést nýjungar sem sienna hafa skilað sér í bíla Volkswagen samsteypunnar. Volkswagen Golf GTI. Að sjálfsögðu er Golf GTI mættur við Wörthersee, en í nokkru breyttri mynd. Bíllinn er með ofuröflugri VR6 vél sem er með 3,0 lítra sprengirými og tveimur forþjöppum sem skila 503 hestöflum til allra hjólanna. Nauðsynlegt var að hafa bílinn fjórhjóladrifinn svo allt aflið skili sér nú í malbikið. Bíllinn er styttri, lægri en breiðari en hefðbundinn Golf GTI og framendinn hefur mikið breyst, sem og ljósin. Hámarkshraði bílsins er 300 km/klst. Audi TTS. Verkfræðingum Audi hefur tekist að létta þenna TT bíl um heil 285 kíló. Því þarf hann ekki að vera með svo ofuröflugri vél, en í húddinu er þó enginn kettlingur heldur 310 hestafla tveggja lítra vél með forþjöppu. Með svo smá vél er athyglivert að bíllinn er ekki nema 4,2 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er 280 km/klst. Seat Leon Cup Racer. Spænski framleiðandinn Seat vill ekki vera eftirbátur hinna framleiðenda VW-samstæðunnar og teflir fram snoppufríðum Leon tilbúnum í kappakstur, enda lítur bíllinn út fyrir að vera hreinræktaður keppnisbíll með miklar svuntur og vindskeiðar. Vélin er 330 hestafla, 2,0 lítra og með forþjöppu. Magnað afl sem næst úr smárri vél. Þessi bíll mun fara í framleiðslu og kostar 70.000 Evrur, eða tæpar 12 milljónir króna. Skoda Rapid Sport. Alltof fáar upplýsingar liggja fyrir um þenna bíl tékkneska framleiðandans Skoda. Hann er með víkkuðum brettum, stærri stuðurum, miklum vindkljúfi að framan og á 19 tommu dekkjum. Recaro keppnisstólar eru frammí bílnum og sportstýri. Það er ekki ljóst hversu öflug vél er í bílnum en ólíklegt má teljast að þar sé 122 hestafl vélin sem er í hefðbundnum Rapid. Volkswagen Power Pickup. Hann er ekkert sérlega sexí Amarok pallbíll Volkswagen svo fyrirtækinu fannst greinilega upplagt að leggja honum til meiri kynþokka með þessum breytingum. Útvíkkuð bretti og lækkun bílsins frá vegi gera sitt en undir húddinu leynist 272 hestafla 3,0 lítra dísilvél sem tengist 8 gíra sjálfskiptingu. Hann tekur sprettinn í hundrað á 7,9 sekúndum. Felgurnar eru risastórar 22 tommu, framljósin Xenon og afturljósin af LED gerð. Mikið ber á burstuðu stáli að innan, leðri og koltrefjum. Volkswagen GTI Cabriolet Austria. Þessi blæju-Golf er með fánalitum Austurríkis, sem er afar viðeigandi í Wörthersee. Þetta er enn einn bíllinn sem er með mjög öfluga 2,0 lítra vél með forþjöppu og skilar 333 hestöflum. Það eru 123 fleiri hestöfl en bíllinn sem hann er byggður á. Sex gíra tveggja kúplinga sjálfskipting, 2.250 watta hljóðkerfi og 11 hátalarar auka á dýrðina. Það eru 17 og 23 ára strákar sem fengu það verkefni að breyta þessum bíl og virðast hafa staðið sig ágætlega. Audi TTS á sterum Laglegur SEAT Leon Cup Racer Skoda Rapid Sport umkringdur af fríðum fljóðum Volkswagen Amarok Power Pickup Volkswagen GTI Cabrio Austria við Wörthersee vatnið
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent