Árás skallaarna Finnur Thorlacius skrifar 15. maí 2013 13:15 Það er greinilega ekki sniðugt að skilja eftir fullan pall af fiskflökum á pallbílnum sínum í bænum með skondna nafninu, Unalaska á Álúteyjum. Eyjarnar þær tilheyra Alaska og þar er greinilega nóg af skallaörnum sem finnst fiskur góður. Þeir flykktust að kræsingunum eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan og hvorki eigandi bílsins né nærliggjandi bíla þorðu að koma nálægt þessari óvæntu áras því skallaernir eru engin lömb að leika sér við. Kalla varð til lögreglu til að bægja frá fuglaskaranum. Hann lærir vonandi á þessu fiskimaðurinn á pallbílnum og passar feng sinn betur, sem tapaðist að nokkru þennan daginn. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent
Það er greinilega ekki sniðugt að skilja eftir fullan pall af fiskflökum á pallbílnum sínum í bænum með skondna nafninu, Unalaska á Álúteyjum. Eyjarnar þær tilheyra Alaska og þar er greinilega nóg af skallaörnum sem finnst fiskur góður. Þeir flykktust að kræsingunum eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan og hvorki eigandi bílsins né nærliggjandi bíla þorðu að koma nálægt þessari óvæntu áras því skallaernir eru engin lömb að leika sér við. Kalla varð til lögreglu til að bægja frá fuglaskaranum. Hann lærir vonandi á þessu fiskimaðurinn á pallbílnum og passar feng sinn betur, sem tapaðist að nokkru þennan daginn.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent