Bílar

Vettel og Coulthard prófa tilvonandi Sochi braut

Finnur Thorlacius skrifar



Næstu vetrarólympíuleikar verða haldnir í Sochi í Rússlandi 7. til 23. febrúar á næsta ári. Eftir að þeir eru yfirstaðnir verður hluti af ólympíuhverfinu breytt í kappakstursbraut, tæplega 6 kílómetra langa. Þar verður haldið fyrsta Grand Prix kappakstursmótið í 100 ár í Rússlandi.

Brautin sjálf er að mestu leiti óbyggð og víða möl þar sem brautin mun liggja. Það stöðvaði ekki Red Bull liðið í að senda Sebastian Vettel og David Coulthard á svæðið til að keppa innbyrðis á Infinity fólksbílum. Í myndskeiðinu má sjá þá eigast við og tala um tilvonandi braut. David Cuoldhard líkir brautinni við brautina í Mónakó og er það ekki leiðum að líkjast.  






×