Öflugri hópur, betri fréttir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. maí 2013 11:01 Fréttastofur 365 miðla, ritstjórn Fréttablaðsins og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, voru í gær sameinaðar undir einni stjórn. Þannig verður til öflugasta ritstjórn landsins, sem hefur yfir fjórum af stærstu fjölmiðlum landsins að ráða og hefur á að skipa yfir 100 starfsmanna hópi með fjölbreytilegan bakgrunn, menntun og reynslu. Núverandi ritstjórar Fréttablaðsins munu stýra sameinaðri ritstjórn. Þróunin á alþjóðlegum vettvangi hefur verið sú að í stórum fjölmiðlafyrirtækjum sem reka marga fjölmiðla vinna fréttamenn í vaxandi mæli fyrir marga miðla. Fyrir því eru bæði hagkvæmnisrök og faglegar röksemdir. Tækninni fleygir fram og það er til að mynda lítið mál fyrir sama fréttateymið að taka ljósmyndir, hreyfimyndir og hljóðupptökur og skrifa texta fyrir bæði dagblað og vef. Þá er fráleitt að senda marga fréttamenn, ljósmyndara og tökumenn til að fjalla um sama atburðinn fyrir sama fyrirtæki. Tölvukerfi eins og þau sem fréttamenn 365 nota til að vinna fréttir eru beinlínis hönnuð með það fyrir augum að sama fólkið vinni fyrir marga fjölmiðla. Með sameiningunni er dregið úr tví- og jafnvel þríverknaði sem enn á sér stað í fréttaöflun fyrirtækisins. Það er ekki algengt í nágrannalöndunum að allar tegundir fjölmiðla séu reknar af sama fyrirtæki sem þjónustar heila þjóð eins og háttar til hjá 365, en algengt að sjónvarps- og útvarpsstöðvar sameinist um fréttastofu og dagblöð reki öfluga vefmiðla, svo dæmi séu tekin. Miðlar sem einu sinni ráku hver sína fréttastofu, Stöð 2, Bylgjan og Vísir, hafa um árabil haft sömu fréttastofu. Hún sameinast nú ritstjórn Fréttablaðsins. Það er rökrétt framhald af síauknu samstarfi ritstjórnanna á seinni árum. Sameining fréttastofanna hefur þrennt í för með sér sem notendur fjölmiðla 365 ættu að fagna. Í fyrsta lagi mun sérþekking fréttamanna á viðfangsefni fréttanna nýtast betur; þeir munu afla ýtarlegra upplýsinga um mál líðandi stundar og miðla þeim í öllum miðlum í stað þess að vera sérfræðingar í miðlinum eins og einu sinni var. Í öðru lagi verður til öflugri sýn á hvernig ólíkum hliðum stórra fréttamála er bezt sinnt í mismunandi fjölmiðlum 365; sjónvarp, útvarpi, vef og dagblaði. Þannig er hægt að draga upp sterka heildarmynd, þar sem miðlarnir spila saman. Í þriðja lagi er hægt að sinna fréttarútínu dagsins með færra fólki og meira svigrúm skapast þá fyrir aðra að ástunda rannsóknarblaðamennsku og fara dýpra í mál fyrir einstaka miðla. Sameining fréttastofanna tekur einhvern tíma. Lesendur Fréttablaðsins munu þó fljótlega sjá að hópurinn sem skrifar fréttir í blaðið er enn stærri, fjölbreyttari og öflugri en verið hefur. Núverandi blaðamenn Fréttablaðsins munu birtast á sjónvarpsskjánum og rödd þeirra heyrast á Bylgjunni. Og fyrst og fremst eiga fréttirnar að verða betri og þjónustan við neytendur öflugri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Fréttastofur 365 miðla, ritstjórn Fréttablaðsins og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, voru í gær sameinaðar undir einni stjórn. Þannig verður til öflugasta ritstjórn landsins, sem hefur yfir fjórum af stærstu fjölmiðlum landsins að ráða og hefur á að skipa yfir 100 starfsmanna hópi með fjölbreytilegan bakgrunn, menntun og reynslu. Núverandi ritstjórar Fréttablaðsins munu stýra sameinaðri ritstjórn. Þróunin á alþjóðlegum vettvangi hefur verið sú að í stórum fjölmiðlafyrirtækjum sem reka marga fjölmiðla vinna fréttamenn í vaxandi mæli fyrir marga miðla. Fyrir því eru bæði hagkvæmnisrök og faglegar röksemdir. Tækninni fleygir fram og það er til að mynda lítið mál fyrir sama fréttateymið að taka ljósmyndir, hreyfimyndir og hljóðupptökur og skrifa texta fyrir bæði dagblað og vef. Þá er fráleitt að senda marga fréttamenn, ljósmyndara og tökumenn til að fjalla um sama atburðinn fyrir sama fyrirtæki. Tölvukerfi eins og þau sem fréttamenn 365 nota til að vinna fréttir eru beinlínis hönnuð með það fyrir augum að sama fólkið vinni fyrir marga fjölmiðla. Með sameiningunni er dregið úr tví- og jafnvel þríverknaði sem enn á sér stað í fréttaöflun fyrirtækisins. Það er ekki algengt í nágrannalöndunum að allar tegundir fjölmiðla séu reknar af sama fyrirtæki sem þjónustar heila þjóð eins og háttar til hjá 365, en algengt að sjónvarps- og útvarpsstöðvar sameinist um fréttastofu og dagblöð reki öfluga vefmiðla, svo dæmi séu tekin. Miðlar sem einu sinni ráku hver sína fréttastofu, Stöð 2, Bylgjan og Vísir, hafa um árabil haft sömu fréttastofu. Hún sameinast nú ritstjórn Fréttablaðsins. Það er rökrétt framhald af síauknu samstarfi ritstjórnanna á seinni árum. Sameining fréttastofanna hefur þrennt í för með sér sem notendur fjölmiðla 365 ættu að fagna. Í fyrsta lagi mun sérþekking fréttamanna á viðfangsefni fréttanna nýtast betur; þeir munu afla ýtarlegra upplýsinga um mál líðandi stundar og miðla þeim í öllum miðlum í stað þess að vera sérfræðingar í miðlinum eins og einu sinni var. Í öðru lagi verður til öflugri sýn á hvernig ólíkum hliðum stórra fréttamála er bezt sinnt í mismunandi fjölmiðlum 365; sjónvarp, útvarpi, vef og dagblaði. Þannig er hægt að draga upp sterka heildarmynd, þar sem miðlarnir spila saman. Í þriðja lagi er hægt að sinna fréttarútínu dagsins með færra fólki og meira svigrúm skapast þá fyrir aðra að ástunda rannsóknarblaðamennsku og fara dýpra í mál fyrir einstaka miðla. Sameining fréttastofanna tekur einhvern tíma. Lesendur Fréttablaðsins munu þó fljótlega sjá að hópurinn sem skrifar fréttir í blaðið er enn stærri, fjölbreyttari og öflugri en verið hefur. Núverandi blaðamenn Fréttablaðsins munu birtast á sjónvarpsskjánum og rödd þeirra heyrast á Bylgjunni. Og fyrst og fremst eiga fréttirnar að verða betri og þjónustan við neytendur öflugri.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun