Körfubolti

Búið að selja Sacramento Kings

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kevin Johnson gerði garðinn frægann með Phoenix Suns á sínum tíma.
Kevin Johnson gerði garðinn frægann með Phoenix Suns á sínum tíma. Mynd/Nordic Photos/Getty

Kevin Johnson borgarstjóri Sacramento tilkynnti í gær að eigendur NBA körfuboltaliðsins Sacramento Kings hafa samþykkt að selja hugbúnaðarviðskiptajöfrinum Vivek Ranadive félagið.

Johnson hefur unnið hörðum höndum að því síðustu fimm mánuði að finna nýja eigendur fyrir félagið. Á sama tíma hefur hann unnið að því að sannfæra borgarráðið að byggja nýjan heimavöll í miðbæ borgarinnar auk þess að sýna NBA að hægt sé að vera með vel stutt lið í höfuðborg fjölmennasta ríki Bandaríkjanna.

Fyrr í vikunni höfnuðu eigendur liðanna í NBA því að flytja mætti félagið til Seattle. Fjarfestir að nafni Chris Hansen hafði samþykkt að kaupa félagið af Maloof fjölskyldunni og flytja félagið norðar á vesturströndinni.

„Seattle er frábær borg og við vonumst til þess að borginn fái lið. Fyrir okkur var þetta ekki keppni heldur var okkar samfélag að segja okkar sögur,“ sagði Johnson í gær. „Þetta snérist um að láta ekki taka eitthvað sem var ekki þeirra.“

Samkvæmt heimildum ESPN hefur Maloof fjölskyldan samþykkt að selja Ranadive 65% hlut í Kings að andvirði 348 milljónir dala en félagið er metið á 535 milljónir dala. Líklegur kostnaður við byggingu nýs heimavallar er 447 milljónir dala.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×