Mazda RX-7 í fjallaklifri með 750 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2013 11:30 Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands. Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Fjórar Wankel vélar knýja þennan ofuröfluga bíl. Red Bull ökumaðurinn Mike Whiddett prófaði um daginn óvenjulegt fjallaklifur í Nýja Sjálandi með 750 hestöfl að vopni. Þessi hestöfl leynast í breyttum Mazda RX-7 sportbíl með einum fjórum Wankel (Rotary) vélum og því er aldrei skortur á afli í þessum litla bíl. Í fjallaklifrinu var farin ríflega 10 kílómetra leið og hækkunin á leiðinni nam 1.100 metrum. Ekki tók þó ferðin mjög langan tíma, en hún var mynduð í bak og fyrir og alveg þess virði að eyða þremur mínútum í að skoða ökuhæfni bílstjórans og ægifagurt landslag Nýja Sjálands.
Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent