Íslenski boltinn

Var komin með kleinuhring um mittið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Embla í leik með Valskonum sumarið 2011.
Embla í leik með Valskonum sumarið 2011. Mynd/2011
„Ég er eiginlega nýbyrjuð að æfa," segir Embla Sigríður Grétarsdóttir sem verður í byrjunarliði Valskvenna sem taka á móti Aftureldingu í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Embla lagði skóna á hilluna að loknu tímabilinu 2011 en er kominn aftur á fleygiferð með Valskonum.

„Ég ætlaði ekkert að gera það fyrst. Ég spurði bara hvort ég mætti ekki koma á æfingu. Ég var komin með smá kleinuhring um mig miðja," segir Embla og hlær.

Hún segir að árshléið frá fótbolta hafi verið kærkomið. Hún hafi hins vegar viljað hreyfa sig meira og átt í vandræðum með að finna líkamsrækt til að taka við æfingunum með KR.

„Svo fór að hrynja úr hópnum hjá Valsmönnum og vandaði eldri leikmenn og varnarmenn. Þannig að þetta æxlaðist svona og er bara rosalega gaman," segir Embla.

Hún er á 31. aldursári og hefur leikið 186 leiki fyrir KR og Val í efstu deild. Hún hefur sex sinnum orðið Íslandsmeistari, fjórum sinnum með KR og tvisvar með Val. Þá er hún mikil bikardrottning en hún varð bikarmeistari alls sjö sinnum á ferlinum sem nú er hafinn á ný.

Heil umferð verður í Pepsi-deild kvenna í kvöld og fylgst verður grannt með gangi mála í leikjunum fimm hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Skarð Gunnhildar Yrsu vandfyllt

„Við vitum að við verðum í toppbaráttunni og stefnan verður að sjálfsögðu sett á titilinn,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar. Stjarnan varð Íslandsmeistari sumarið 2011 en missti titilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Það var sárabót að Garðbæingar urðu bikarmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×