Íslenski boltinn

Vanmátu Valsara í 7-0 tapi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
John Andrews, þjálfari Aftureldingar.
John Andrews, þjálfari Aftureldingar. Mynd/Daníel
„Ég held að lið mitt hafi jafnvel vanmetið Valsliðið," sagði John Andrews þjálfari Aftureldingar eftir 7-0 tap liðsins gegn Valskonum á Hlíðarenda í gær.

Yfirburðir Valskvenna voru miklir enda liðið afar vel skipað. Miðja og sókn liðsins er einstaklega öflug og sáu gestirnir úr Mosfellsbæ aldrei til sólar.

Valur átti 16 skot sem hittu markið í leiknum á meðan Afturelding átti sitt fyrsta skot á markið í viðbótartíma.

Ummæli þjálfara Vals vöktu nokkra athygli enda með ólíkindum ef leikmenn Aftureldingar hafa leyft sér að vanmeta Valskonur. Afturelding hefur hæst hafnað í 6. sæti efstu deildar en Valur hefur tíu sinnum orðið Íslandsmeistari. Sex titlana hafa komið á síðustu níu árum.

Umfjöllun og viðtöl frá Hlíðarenda í gær má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×