Íslenski boltinn

Shakira í KR

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Shakira í leik með háskólaliði sínu.
Shakira í leik með háskólaliði sínu. Mynd/Heimasíða West Florida Argonruts
Vesturbæingar hafa styrkt kvennalið sitt fyrir átökin í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar.

Þrír bandarískir leikmenn eru komnir til félagsins og fengu félagaskipti staðfest í dag. Leikmennirnir heita Christina Murray, Melissa M. Ortiz og Shakira Duncan.

Shakira Duncan og Christina Murray eru frá Kingston í Jamaíka. Þær eru báðar fæddar árið 1989. Þær léku áður með University of West Florida en Alicia Maxime Wilson, fyrrum leikmaður KR, er í þjálfarateyminu þar. Þetta kemur fram á KR.is

Duncan hefur leikið með A- og U20-landsliðum Jamæka og Murray hefur a.m.k. leikið með U20-liðinu og líklega A-liðinu líka. Duncan var aðeins 13 ára þegar hún var fyrst valin í landsliðhóp Jamæka.

Melissa Marie Ortiz er kólumbískur landsliðmaður sem fæddist árið 1990 í West Palm Beach í Flórída. Hún lék fjóra leiki með Kólumbíu í lokakeppni HM U20-liða árið 2010 og tvo leiki með A-liðinu á Ólympíuleikunum í fyrra.

KR féll úr efstu deild kvenna í fyrra og leikur í B-riðli 1. deildar í sumar. KR tekur á móti Grindavík í fyrstu umferðinni þann 23. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×