Körfubolti

George Karl valinn þjálfari ársins í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
George Karl, þjálfari Denver Nuggets.
George Karl, þjálfari Denver Nuggets. Mynd/NordicPhotos/Getty
George Karl, þjálfari Denver Nuggets, var í kvöld valinn besti þjálfari tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta en undir hans stjórn náði Denver sínum besta árangri í sögunni án þess að vera með alvöru stjörnuleikmann innan sinna raða.

George Karl fékk 62 atkvæði í efsta sætið en í næstu sætum voru þeir Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat, Mike Woodson, þjálfari New York Knicks og Gregg Popovich, þjálfari San Antontio Spurs. Popovich vann þessi verðlaun í fyrra.

Denver Nuggets vann 57 af 82 leikjum sínum á tímabilinu þar á meðal 24 af 28 leikjum sínum eftir Stjörnuleikinn. Liðið vann 38 af 41 heimaleik sínum á leiktíðinni. Liðið tapaði hinsvegar óvænt fyrir Golden State Warriors í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

George Karl setti met með því að vera kosinn því hann er á sínu 25. tímabili sem þjálfari. Enginn þjálfari sem hefur unnið þessi verðlaun hefur þurft að bíða svo lengi eftir því að vera kosinn besti þjálfarinn en Lenny Wilkens var kosinn bestur á sínu 21. tímabili 1993-94.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×