Hæfileikaríkt krútt Finnur Thorlacius skrifar 30. apríl 2013 09:30 Suzuki Swift Sport er einstaklega skemmtilegt leiktæki, hagkvæmur og fallegur. Það þarf ekki stóran bíl eða stóra vél til að skemmta ökumönnum rækilega og það sannast einna best í Suzuki Swift Sport. Þessi snaggaralegi og gullfallegi bíll felur geysiöfluga 1,6 lítra vél undir húddinu sem skilar 136 hestöflum til framhjólanna. Það er ekki ýkja há hestaflatala en þau hestöfl eru ekki að drattast með neina aukaþyngd því bíllinn er ekki nema ríflega tonn að þyngd. Þessi smái og ódýri bíll er eitt best geymda leyndarmálið í sýningarsölum landsins, svo góður er hann. Suzuki Swift hefur reyndar alltaf verið góður bíll og því er það sem ferskur sunnanvindur að bæta smá dínamiti í hann. Swift í sportútfærslu er talsvert harðari bíll en sá hefðbundni og fjöðrunin er eins stíf og nafnið bendir til. Þrátt fyrir allt skemmtilega aflið eyðir þessi bíll ekki nema 6,4 lítrum í blönduðum akstri og 5,2 í utanbæjarakstri. Eins og sönnum sportbíl sæmir liggur hann eins og pönnukaka á vegi og hendist um göturnar eins og liprasti fimleikamaður. Svo haldið sé áfram að mæra bílinn þá skal fullyrt að hann sé ein óvæntasta og skemmtilegasta upplifun sem undirritaður hefur prófað í formi bíls síðustu misserin.Haganlegar línur og mikill staðalbúnaðurAð ytra útliti fær Suzuki Swift Sport toppeinkunn. Þrátt fyrir smæð bílsins eru flennistórir flekar í hurðunum og afturbretti og það færir honum eðlan svip. Þær fáu línur sem brjóta upp bílinn eru svo á hárréttum stað og bíllinn samsvarar allur svo vel. Afturendinn er að sama skapi fríður og álrenningurinn neðst sem pústurrörin tvö koma útúr ljá bílnum sportlegt og kraftalegt yfirbragð, sem og frekar stór vindskeiðin efst. Gluggarnir eru samt nægjanlega stórir og því er útsýnis gott, sem ekki er nú algilt meðal sportbíla. Auðvitað bætir það ennfremur við fegurð bílsins að hann kemur á flottum 17 tommu álfelgum og það myndi kosta skildinginn að bæta slíkum felgum við venjulegan Swift. Smæðin og fegurðin gera hann til samans að miklu krútti. Að innan er líkt og við mátti búast hvorki mikill íburður né neitt sem skortir. Framsætin er mjög góð og sannkölluð sportsæti með miklum hliðarstuðningi. Ekki skaðar það sætin að vera með laglega stöguðum saumi. Aftursætin eru fyrir fullorðna en þá er betra að reyna ekki að koma þremur slíkum þar fyrir. Eins og við má búast er skottrými ekki af stærri gerðinni, enda Swift borgarbíll. Staðalbúnaður í Swift Sport er meiri en verð bílsins segir til um. Þar kemur frábært hljóðkerfið kannski mest á óvart og sex góðir hátalarar skila hljóði með styrk og stæl. MP3 afspilun, Bluetooth búnaður, aksturstölva, tölvustýrð loftkæling, þokuljós, lykillaus hurðaopnun og vélarræsing er svo dæmi um fleira gotterí sem fylgir.Frábær akstursbíllAðalmálið við Suzuki Swift Sport er hinsvegar ekki einhver staðalbúnaður. Það sem öllu máli skiptir er hversu frábær akstursbíll hann er. Lengi væri hægt að lýsa því hvernig hann bregst við hínum ýmsu aðstæðum en einfaldast að segja að hann leysir þær allar af stakri snilld. Bíllinn vill bara alls ekki undirstýra þá hann sé hreinlega grátbændur um það. Gott er þó að hafa í huga að bráðnauðsynlegt er að leyfa vélinni að snúast mikið og þannig er best að leita að því afli sem býðst. Því skal ekki flýta sér að skipta bílnum upp heldur draga það sem lengst. Það er líka svo ári skemmtilegt. Beinskiptingin í bílnum er 6 gíra og venst vel en í þeim orðum felst að henni þarf að venjast. Skiptingin er reyndar það eina sem hægt er að kvarta yfir. Sú kvörtun snýst um það að hætt er við að skipta í rangan gír og gerðist það oftar en einu sinni, bæði þegar átti að fara í fimmta en endað í þriðja gír og þegar fara átti í sjötta en endað í fjórða. Við það öskraði vélin náttúrulega af sársauka og lá við því sama hjá ökumanni. Swift Sport er ekki með neitt yfirmáta afl, en það nýtist einkar vel.Hafa ekki undan að framleiðaÞýskir verkfræðingar myndu mæra það verk sem kollegar þeirra í Japan hafa gert við smíði þessa bíls og þeirra aksturseiginleika sem hann býður uppá. Hann býður eiganda sínum til veislu á degi hverjum. Það er kannski helsti ókosturinn við Swift Sport að svo gaman er að keyra hann að bensínfóturinn verði alltaf svo þungur og þá fer þessi bíll að eyða miklu meira en uppgefið er. Svo vel hefur þessum bíl verið tekið að Suzuki hefur engan veginn undan að smíða hann fyrir gráðugum kaupendum. Því er kannski eins gott að flýta sér að kaupa þau eintök sem Suzuki á Íslandi hefur tryggt sér og þeim er óhætt að panta fleiri, þó þau verði kannski ekki komin í skip strax. Kostir:Góðir aksturseiginleikar, fagurt ytra útlit, lágt verðÓkostir: Hætt við að skipta rangan gír, eyðsla við frísklegan akstur 1,6 VVT bensínvél, 136 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 147 g/km CO2Hröðun: 8,7 sek.Hámarkshraði: 197 km/klstVerð: Frá 3.390.000 kr.Umboð: Suzuki á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Suzuki Swift Sport er einstaklega skemmtilegt leiktæki, hagkvæmur og fallegur. Það þarf ekki stóran bíl eða stóra vél til að skemmta ökumönnum rækilega og það sannast einna best í Suzuki Swift Sport. Þessi snaggaralegi og gullfallegi bíll felur geysiöfluga 1,6 lítra vél undir húddinu sem skilar 136 hestöflum til framhjólanna. Það er ekki ýkja há hestaflatala en þau hestöfl eru ekki að drattast með neina aukaþyngd því bíllinn er ekki nema ríflega tonn að þyngd. Þessi smái og ódýri bíll er eitt best geymda leyndarmálið í sýningarsölum landsins, svo góður er hann. Suzuki Swift hefur reyndar alltaf verið góður bíll og því er það sem ferskur sunnanvindur að bæta smá dínamiti í hann. Swift í sportútfærslu er talsvert harðari bíll en sá hefðbundni og fjöðrunin er eins stíf og nafnið bendir til. Þrátt fyrir allt skemmtilega aflið eyðir þessi bíll ekki nema 6,4 lítrum í blönduðum akstri og 5,2 í utanbæjarakstri. Eins og sönnum sportbíl sæmir liggur hann eins og pönnukaka á vegi og hendist um göturnar eins og liprasti fimleikamaður. Svo haldið sé áfram að mæra bílinn þá skal fullyrt að hann sé ein óvæntasta og skemmtilegasta upplifun sem undirritaður hefur prófað í formi bíls síðustu misserin.Haganlegar línur og mikill staðalbúnaðurAð ytra útliti fær Suzuki Swift Sport toppeinkunn. Þrátt fyrir smæð bílsins eru flennistórir flekar í hurðunum og afturbretti og það færir honum eðlan svip. Þær fáu línur sem brjóta upp bílinn eru svo á hárréttum stað og bíllinn samsvarar allur svo vel. Afturendinn er að sama skapi fríður og álrenningurinn neðst sem pústurrörin tvö koma útúr ljá bílnum sportlegt og kraftalegt yfirbragð, sem og frekar stór vindskeiðin efst. Gluggarnir eru samt nægjanlega stórir og því er útsýnis gott, sem ekki er nú algilt meðal sportbíla. Auðvitað bætir það ennfremur við fegurð bílsins að hann kemur á flottum 17 tommu álfelgum og það myndi kosta skildinginn að bæta slíkum felgum við venjulegan Swift. Smæðin og fegurðin gera hann til samans að miklu krútti. Að innan er líkt og við mátti búast hvorki mikill íburður né neitt sem skortir. Framsætin er mjög góð og sannkölluð sportsæti með miklum hliðarstuðningi. Ekki skaðar það sætin að vera með laglega stöguðum saumi. Aftursætin eru fyrir fullorðna en þá er betra að reyna ekki að koma þremur slíkum þar fyrir. Eins og við má búast er skottrými ekki af stærri gerðinni, enda Swift borgarbíll. Staðalbúnaður í Swift Sport er meiri en verð bílsins segir til um. Þar kemur frábært hljóðkerfið kannski mest á óvart og sex góðir hátalarar skila hljóði með styrk og stæl. MP3 afspilun, Bluetooth búnaður, aksturstölva, tölvustýrð loftkæling, þokuljós, lykillaus hurðaopnun og vélarræsing er svo dæmi um fleira gotterí sem fylgir.Frábær akstursbíllAðalmálið við Suzuki Swift Sport er hinsvegar ekki einhver staðalbúnaður. Það sem öllu máli skiptir er hversu frábær akstursbíll hann er. Lengi væri hægt að lýsa því hvernig hann bregst við hínum ýmsu aðstæðum en einfaldast að segja að hann leysir þær allar af stakri snilld. Bíllinn vill bara alls ekki undirstýra þá hann sé hreinlega grátbændur um það. Gott er þó að hafa í huga að bráðnauðsynlegt er að leyfa vélinni að snúast mikið og þannig er best að leita að því afli sem býðst. Því skal ekki flýta sér að skipta bílnum upp heldur draga það sem lengst. Það er líka svo ári skemmtilegt. Beinskiptingin í bílnum er 6 gíra og venst vel en í þeim orðum felst að henni þarf að venjast. Skiptingin er reyndar það eina sem hægt er að kvarta yfir. Sú kvörtun snýst um það að hætt er við að skipta í rangan gír og gerðist það oftar en einu sinni, bæði þegar átti að fara í fimmta en endað í þriðja gír og þegar fara átti í sjötta en endað í fjórða. Við það öskraði vélin náttúrulega af sársauka og lá við því sama hjá ökumanni. Swift Sport er ekki með neitt yfirmáta afl, en það nýtist einkar vel.Hafa ekki undan að framleiðaÞýskir verkfræðingar myndu mæra það verk sem kollegar þeirra í Japan hafa gert við smíði þessa bíls og þeirra aksturseiginleika sem hann býður uppá. Hann býður eiganda sínum til veislu á degi hverjum. Það er kannski helsti ókosturinn við Swift Sport að svo gaman er að keyra hann að bensínfóturinn verði alltaf svo þungur og þá fer þessi bíll að eyða miklu meira en uppgefið er. Svo vel hefur þessum bíl verið tekið að Suzuki hefur engan veginn undan að smíða hann fyrir gráðugum kaupendum. Því er kannski eins gott að flýta sér að kaupa þau eintök sem Suzuki á Íslandi hefur tryggt sér og þeim er óhætt að panta fleiri, þó þau verði kannski ekki komin í skip strax. Kostir:Góðir aksturseiginleikar, fagurt ytra útlit, lágt verðÓkostir: Hætt við að skipta rangan gír, eyðsla við frísklegan akstur 1,6 VVT bensínvél, 136 hestöflFramhjóladrifEyðsla: 6,4 l./100 km í bl. akstriMengun: 147 g/km CO2Hröðun: 8,7 sek.Hámarkshraði: 197 km/klstVerð: Frá 3.390.000 kr.Umboð: Suzuki á Íslandi
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent