Milljón Mustang bílar í Flat Rock Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 13:30 Sá milljónasti í Flat Rock Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent
Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent