Körfubolti

Þjálfari meistaranna fékk sér húðflúr

Pitino sáttur við húðflúrið.
Pitino sáttur við húðflúrið.
Rick Pitino, þjálfari meistara Louisville í háskólakörfunni í Bandaríkjunum, stóð í gær við stóru orðin og fékk sér húðflúr eins og hann var búinn að lofa leikmönnum sínum.

Loforðið gaf Pitino leikmönnum sínum eftir sárt tap gegn Notre Dame í leik sem þurfti að framlengja fimm sinnum.

Í ræðu sinni eftir leikinn var Pitino reiður og sagði leikmönnum að hætta að hugsa um stanslaus húðflúr allan daginn. Þeir svöruðu fyrir sig og skoruðu á hann á móti að fá sér húðflúr ef þeir myndu verða meistarar.

"Þetta loforð var okkar mesta hvatning í vetur," sagði stjarna liðsins, Peyton Siva.

Pitino fékk sér merki skólans á bakið og þar stóð einnig: "Meistarar 2013" svo árangur liðsins sem var 35-5.

"Þetta var ekki næstum því jafn sársukafullt og þegar ég fékk nýrnasteinakast. Það var A í sársauka en þetta var aðeins C," sagði Pitino léttur.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×