Eigendur Ford Hybrid bíla kæra vegna eyðslu bílanna Finnur Thorlacius skrifar 26. apríl 2013 16:03 Ford C-Max Hybrid Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent
Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp. Hópur fólks í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum sem keypt hafa Hybrid, eða tvinntæknibíla frá Ford hafa höfðað mál gegn Ford vegna rangra eyðslutalna sem fyrirtækið gaf upp. Kæran byggir á því að bílarnir eyði um 24% meira en Ford gaf upp og að ódýrari bílar Ford sem ekki eru með tvinntækni eyði minna og því hafi kaupendurnir verið plataðir. Eigendurnir keyptu annaðhvort Ford Mondeo Hybrid eða Ford C-Max Hybrid og eru allt annað en ánægðir með þá. Skemmst er að minnast samskonar máls í tilfelli Hyundai- og Kia bíla og þar brugðust framleiðendurnir við með því að endurgreiða eigendum Hybrid bíla af þessum tveimur merkjum þann mismun sem raunveruleg og uppgefin eyðsla nam. Það kostaði Hyundai og Kia 412 milljónir dollar eða ríflega 48 milljarða króna.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent